Tónlist

Föstudagsplaylisti Sigga Angantýssonar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Siggi kallar ekki allt ömmu sína.
Siggi kallar ekki allt ömmu sína. aðsend

Sigurður Angantýsson er maðurinn á bak við Knife Fights, og var hluti gotasælutríósins Antimony, en vinnur nú mestmegnis að sólóverkefni sínu Inland Shrines

Undir því nafni gaf hann einmitt plötu fyrir um viku síðan, sem ber titilinn In Our Dreams og er stíllinn draumkennd en taktföst sveimtónlist.

Sigurður leggur um þessar mundir stund á leikskólakennaranám en gerir myndlist og músík í frítíma sínum.

„Pleilistinn er bara lufsurokk sko,“ segir Siggi um lagavalið. „Bara allt það heitasta í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.