Handtóku mann, héldu honum niðri og stuðuðu ítrekað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. september 2020 23:50 Myndband sem náðist af handtökunni hefur vakið gríðarleg viðbrögð. Sebastian Barros/NurPhoto via Getty Minnst sjö hafa látist í mótmælum í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, mótmælin hófust eftir að karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að lögreglumenn handtóku hann, héldu honum í jörðinni og beittu ítrekað á hann rafbyssu. Myndband sem sýnir handtökuna hefur farið í dreifingu á netinu. Þar sést hinn 46 ára gamli lögfræðingur Javier Ordóñez biðja lögreglumennina sem handtóku hann um að hætta að halda honum í jörðinni og sagðist hann vera að kafna. Ordóñez er sagður hafa verið handtekinn fyrir að hafa brotið gegn reglum um samkomubann í Kólumbíu, þar sem sat að sumbli með vinum sínum. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð áður en honum var komið á spítala, þar sem hann lést. Meðferð lögreglunnar á Ordóñez hefur vakið mikla reiði og hefur fólk þyrpst út á götur höfuðborgarinnar til að mótmæla. Sjö hafa látíst í mótmælunum, en breska ríkisútvarpið hefur eftir Carlos Holmes Trujillo, varnarmálaráðherra Kólumbíu, að fimm þeirra hefðu verið skotin til bana. Þá sagði hann verðlaun í boði fyrir þau sem gætu stigið fram með upplýsingar sem leiddu til handtöku þeirra sem frömdu morðin. Hann sagði einnig að 1.600 lögreglumenn yrðu sendir til Bogotá annars staðar frá til þess að bregðast við ófriðinum. Claudia López, borgarstjóri Bogotá, segir þá að minnst 248 borgarar hefðu særst í mótmælunum. Þar af hefðu 58 orðið fyrir skoti. Yfir 100 lögreglumenn hefðu þá einnig slasast. Hundruð mótmælenda tókust í dag á við lögregluna fyrir utan lögreglustöðina sem Ordóñez var færður á í kjölfar handtöku hans. Alls var ráðist að 40 lögreglustöðvum í borginni og 17 brenndar niður. Kólumbía Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Minnst sjö hafa látist í mótmælum í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, mótmælin hófust eftir að karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að lögreglumenn handtóku hann, héldu honum í jörðinni og beittu ítrekað á hann rafbyssu. Myndband sem sýnir handtökuna hefur farið í dreifingu á netinu. Þar sést hinn 46 ára gamli lögfræðingur Javier Ordóñez biðja lögreglumennina sem handtóku hann um að hætta að halda honum í jörðinni og sagðist hann vera að kafna. Ordóñez er sagður hafa verið handtekinn fyrir að hafa brotið gegn reglum um samkomubann í Kólumbíu, þar sem sat að sumbli með vinum sínum. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð áður en honum var komið á spítala, þar sem hann lést. Meðferð lögreglunnar á Ordóñez hefur vakið mikla reiði og hefur fólk þyrpst út á götur höfuðborgarinnar til að mótmæla. Sjö hafa látíst í mótmælunum, en breska ríkisútvarpið hefur eftir Carlos Holmes Trujillo, varnarmálaráðherra Kólumbíu, að fimm þeirra hefðu verið skotin til bana. Þá sagði hann verðlaun í boði fyrir þau sem gætu stigið fram með upplýsingar sem leiddu til handtöku þeirra sem frömdu morðin. Hann sagði einnig að 1.600 lögreglumenn yrðu sendir til Bogotá annars staðar frá til þess að bregðast við ófriðinum. Claudia López, borgarstjóri Bogotá, segir þá að minnst 248 borgarar hefðu særst í mótmælunum. Þar af hefðu 58 orðið fyrir skoti. Yfir 100 lögreglumenn hefðu þá einnig slasast. Hundruð mótmælenda tókust í dag á við lögregluna fyrir utan lögreglustöðina sem Ordóñez var færður á í kjölfar handtöku hans. Alls var ráðist að 40 lögreglustöðvum í borginni og 17 brenndar niður.
Kólumbía Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira