Sjóliðar ESB stöðvuðu eldsneytisflutning til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 21:04 Ítalskir sjóliðar látnir síga um borð í skipið. Varnarmálaráðuneyti Ítalíu Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur. Það er gegn vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart Líbíu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skipinu, MV Royal Diamond 7 sem er skráð í Marshalleyjum, hafi verið siglt frá Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og farminn hafi átt að flytja í land í Benghazi í Líbíu. Það var stöðvað um 150 kílómetra frá ströndum Líbíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Evrópusambandinu umboð til að stöðva vopna- og annars konar hernaðarsendingar til Líbíu. Því var áhöfn skipsins sagt að sigla til hafnar í Evrópu þar sem frekari rannsókn mun fara fram. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sökuðu þó fyrr í vikunni bakhjarla stríðandi fylkinga í Líbíu um að senda vopn og málaliða til landsins í trássi við áðurnefnt bann. Bannið sjálft sögðu sérfræðingarnir að væri alls ekki að virka sem skyldi. Í Líbíu berjast Líbíski þjóðarherinn (LNA), undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar, við ríkisstjórn landsins, sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Haftar nýtur stuðnings Rússa, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Ríkisstjórnin er studd af Tyrkjum og Katar. Mikil óreiða hefur ríkt í Líbíu frá því að einræðisherranum Moammar Gadhafi var velt úr sessi, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins, árið 2011. Nú stjórna fylkingarnar tvær mismunandi hlutum landsins. Líbía Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15 Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur. Það er gegn vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart Líbíu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skipinu, MV Royal Diamond 7 sem er skráð í Marshalleyjum, hafi verið siglt frá Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og farminn hafi átt að flytja í land í Benghazi í Líbíu. Það var stöðvað um 150 kílómetra frá ströndum Líbíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Evrópusambandinu umboð til að stöðva vopna- og annars konar hernaðarsendingar til Líbíu. Því var áhöfn skipsins sagt að sigla til hafnar í Evrópu þar sem frekari rannsókn mun fara fram. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sökuðu þó fyrr í vikunni bakhjarla stríðandi fylkinga í Líbíu um að senda vopn og málaliða til landsins í trássi við áðurnefnt bann. Bannið sjálft sögðu sérfræðingarnir að væri alls ekki að virka sem skyldi. Í Líbíu berjast Líbíski þjóðarherinn (LNA), undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar, við ríkisstjórn landsins, sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Haftar nýtur stuðnings Rússa, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Ríkisstjórnin er studd af Tyrkjum og Katar. Mikil óreiða hefur ríkt í Líbíu frá því að einræðisherranum Moammar Gadhafi var velt úr sessi, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins, árið 2011. Nú stjórna fylkingarnar tvær mismunandi hlutum landsins.
Líbía Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15 Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15
Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50
Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37