Halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2020 12:51 Mýrarhúsaskóli er hluti af Grunnskóla Seltjarnarness. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira