Fótbolti

Markalaust hjá CSKA | Arnór skaut í stöng

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mynd úr leik dagsins. Hörður Björgvin er fyrir miðju.
Mynd úr leik dagsins. Hörður Björgvin er fyrir miðju. Mikhail Japaridze\TASS/Getty Images

Íslendingalið CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni gerði markalaust jafntefli við UFA á heimavelli í dag. Arnór Sigurðsson skaut í stöng í fyrri hálfleik

Rússneska úrvalsdeildin er ein fárra deilda þar sem leikjum hefur ekki verið frestað vegna kórónuveirunnar. Jón Guði Fjóluson var á varamannabekk Krasnodar fyrr í dag er liðið tapaði 2-0 fyrir FC Sochi á útivelli.

Þeir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson spiluðu allan leikinn fyrir CSKA í dag og skaut Arnór í stöng í fyrri hálfleik. Hefði honum tekist að skora hefði hann verið þriðji Íslendingurinn til að skora en Viðar Örn Kjartansson opnaði markareikning sinn í Tyrklandi fyrr í dag og Rúnar Már Sigurjónsson skorðai sitt annað mark í þremur leikjum í Kasakstan.

Því miður fyrir CSKA var þetta það næsta sem þeir komust því að skora. Lokatölur 0-0 og liði sem stendur í 5. sæti með 36 stig þegar 22 leikjum er lokið. Aðeins fimm stig eru í Krasnodar sem situr í 2. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×