Eyjamaðurinn fær að glíma við Íslandsmeistarann í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 14:15 Róbert Daði Sigurþórsson varð í vor fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta! Mynd/KSÍ Úrvalsdeildin í efótbolta hefst með fyrstu umferðinni í kvöld en deildin er á samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands og Rafíþróttasamtaka Íslands. Það verða fjórir flottir leikir í kvöld þar af eru tveir þeirra í beinni útsendingu. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Róbert Daði Sigurþórsson, fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómas Sigurðssyni í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Silfurmaðurinn Aron Þormar Lárusson mætir Alexander Aroni Hannessyni frá Keflavík í sínum fyrsta leik en Aron Þormar vann fyrri leikinn í úrslitunum í vor en varð svo að sætta sig við silfur eftir 3-0 í seinni leiknum. Leikur Arons Þormars og Alexanders Arons verður sýndur beint á Stöð2 esport og Vísi sem og leikur Leifs Sævarssonar frá LFG og Bjarka Má Sigurðssonar frá Víkingi. Fjórði og síðasti leikur kvöldsins er á milli Tinds Örvars Örvarssonar frá Fylki og Jóhanns Ólafs Jóhannssonar frá LFG. Spilaðar verða fjórðan umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, og sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). Útsendingin á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ hefst klukkan 19.30 en leikirnir byrja klukkan 20.00. Rafíþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Úrvalsdeildin í efótbolta hefst með fyrstu umferðinni í kvöld en deildin er á samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands og Rafíþróttasamtaka Íslands. Það verða fjórir flottir leikir í kvöld þar af eru tveir þeirra í beinni útsendingu. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Róbert Daði Sigurþórsson, fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómas Sigurðssyni í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Silfurmaðurinn Aron Þormar Lárusson mætir Alexander Aroni Hannessyni frá Keflavík í sínum fyrsta leik en Aron Þormar vann fyrri leikinn í úrslitunum í vor en varð svo að sætta sig við silfur eftir 3-0 í seinni leiknum. Leikur Arons Þormars og Alexanders Arons verður sýndur beint á Stöð2 esport og Vísi sem og leikur Leifs Sævarssonar frá LFG og Bjarka Má Sigurðssonar frá Víkingi. Fjórði og síðasti leikur kvöldsins er á milli Tinds Örvars Örvarssonar frá Fylki og Jóhanns Ólafs Jóhannssonar frá LFG. Spilaðar verða fjórðan umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, og sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). Útsendingin á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ hefst klukkan 19.30 en leikirnir byrja klukkan 20.00.
Rafíþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira