„Held alltaf í vonina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2020 10:30 Alexandra Eir hefur náð góðum tökum á golfinu með því að nota aðeins vinstri höndina. Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“ Ísland í dag Golf Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira
Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“
Ísland í dag Golf Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira