Michy vekur athygli á Maradona-mynd af sér úr Íslandsleiknum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 12:30 Michy Batshuayi fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. AP/Francisco Seco Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira