Michy vekur athygli á Maradona-mynd af sér úr Íslandsleiknum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 12:30 Michy Batshuayi fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. AP/Francisco Seco Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira