Stoðsending De Bruyne á móti Íslandi sýndi snilldina hjá þeim besta í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 08:30 Kevin De Bruyne á ferðinni í landsleiknum á móti Íslendingum í Brussel í gær. AP/Francisco Seco Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne Þjóðadeild UEFA Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira
Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira