Finna má uppþvottavélar á mörgum heimilum og það getur verið þægilegt að fá raftæki til að þrífa leirtauið og sleppa við allt uppvask.
Sumir eru eflaust forvitnir um það hvað á sér í raun stað inni í uppþvottavél þegar hún þrífur.
Á YouTube-síðunni Molten Science kom inn myndband árið 2019 þar sem komið var fyrir vatnsheldri myndavél til að fanga það hvernig uppþvottavélin vinnur.
Horft hefur verið á myndbandið yfir átta milljón sinnum og má sjá útkomuna hér að neðan.