Síðast fór mjög illa þegar landsliðið spilaði á afmælisdegi Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Sviss fyrir tveimur árum eða þegar hann spilaði landsleik á afmælisdaginn sinn. Getty/TF-Images Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson heldur upp á 31 árs afmælið sitt í dag en hann fæddist 8. september 1989. Gylfi Þór Sigurðsson hefur eytt ófáum afmælisdögum sínum með félögum sínum í íslenska landsliðinu og þar á meðal eru tveir þeir síðustu. Hann er hins vegar ekki með liðinu út í Belgíu þar sem strákarnir mæta heimamönnum í Þjóðadeildinni í kvöld. Gylfi valdi það frekar að æfa áfram með Everton liðinu og reyna að vinna sér sæti í byrjunarliðinu í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um komandi helgi. Happy 31st Birthday to Everton midfielder, Gylfi Sigurdsson! Games- 112 Goals- 22 Assists- 14What s your thoughts on his 3 years at the club so far blues? pic.twitter.com/i2mud15g6S— Everton FC News (@NilSatisNews) September 8, 2020 Íslenska landsliðið spilaði síðast á afmælisdegi Gylfa 8. september 2018 en við verðum að vona að það fari ekki jafn illa í kvöld og fór þá. Leikurinn var á móti Sviss í Þjóðadeildinni og var um leið fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Svíans Erik Hamrén. Gylfi var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum í forföllum Arons Einars Gunnarssonar. Svisslendingar komust í 1-0 eftir þrettán mínútur og voru 2-0 yfir í hálfleik. Sviss vann leikinn á endanum 6-0 sem er enn langstærsta tap íslenska liðsins undir stjórn Erik Hamrén. Nú er bara að vona að það gangi miklu betur hjá strákunum í Brussel í kvöld. If it's your birthday today, you share it with: Bruno Fernandes Gylfi Sigurðsson João Moutinho Markus Babbel Bernard Chris Powell Julian Weigl Morten Gamst Pedersen Carlos BaccaHappy birthday. pic.twitter.com/245HKI5AP9— Match Bet (@MatchBetTips) September 8, 2020 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson heldur upp á 31 árs afmælið sitt í dag en hann fæddist 8. september 1989. Gylfi Þór Sigurðsson hefur eytt ófáum afmælisdögum sínum með félögum sínum í íslenska landsliðinu og þar á meðal eru tveir þeir síðustu. Hann er hins vegar ekki með liðinu út í Belgíu þar sem strákarnir mæta heimamönnum í Þjóðadeildinni í kvöld. Gylfi valdi það frekar að æfa áfram með Everton liðinu og reyna að vinna sér sæti í byrjunarliðinu í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um komandi helgi. Happy 31st Birthday to Everton midfielder, Gylfi Sigurdsson! Games- 112 Goals- 22 Assists- 14What s your thoughts on his 3 years at the club so far blues? pic.twitter.com/i2mud15g6S— Everton FC News (@NilSatisNews) September 8, 2020 Íslenska landsliðið spilaði síðast á afmælisdegi Gylfa 8. september 2018 en við verðum að vona að það fari ekki jafn illa í kvöld og fór þá. Leikurinn var á móti Sviss í Þjóðadeildinni og var um leið fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Svíans Erik Hamrén. Gylfi var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum í forföllum Arons Einars Gunnarssonar. Svisslendingar komust í 1-0 eftir þrettán mínútur og voru 2-0 yfir í hálfleik. Sviss vann leikinn á endanum 6-0 sem er enn langstærsta tap íslenska liðsins undir stjórn Erik Hamrén. Nú er bara að vona að það gangi miklu betur hjá strákunum í Brussel í kvöld. If it's your birthday today, you share it with: Bruno Fernandes Gylfi Sigurðsson João Moutinho Markus Babbel Bernard Chris Powell Julian Weigl Morten Gamst Pedersen Carlos BaccaHappy birthday. pic.twitter.com/245HKI5AP9— Match Bet (@MatchBetTips) September 8, 2020
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira