Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 14:32 Greenwood var með grímu á Laugardalsvelli í vikunni. Gríman var hins vegar fjarri þegar íslensku stelpurnar kíktu í heimsókn. Getty/Hafliði Breiðfjörð Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira