Öll spjót standa á Róbert Spanó Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2020 13:55 Illugi og Jón Steinar eru oftar en ekki á öndverðum meiði en þeir eru hjartanlega sammála um að Róbert Spanó hefði betur sleppt því að ferðast til Tyrklands og þiggja þar fjólur af hálfu Erdagons. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og Illugi Jökulsson rithöfundur hafa löngum verið á öndverðum meiði í hverju sem helst en þeir eru hjartanlega sammála um að það hafi verið vítavert af Róberti Spanó forseta Mannréttindadómsstólsins að þiggja sérstaka heiðursnafnbót við háskólann í Istanbúl í Tyrklandi. Þannig standa nú spjót á Spanó. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en þar var greint frá gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem sagði heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Róberti ætti að vita manna best að mannréttindi eiga verulega undir högg að sækja í Tyrklandi. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ segir Ingibjörg. Dómgreindarleysi að þiggja fjólur Erdogans Vísir reyndi að fá viðbrögð hjá Róbert Spanó í gær vegna málsins en hann vildi ekki veita viðtal. En nokkur fjöldi manna hafa stigið fram og ýmist furðað sig á eða fordæmt Róbert fyrir að þiggja þessa tyrknesku vegtyllu en þeir telja víst að Erdagon muni notfæra sér þetta sem einskonar viðurkenningu af hálfu Mannréttindadómstólsins á yfirvöldum þar í landi. Jón Steinar ritar grein á vefsvæði sitt þar sem hann gerir málið að umtalsefni. Segir þetta vond tíðindi að dómarinn skuli þiggja „svona fjólur af ríki sem allir vita að reglulega forsmáir vernd mannréttinda og hefur þurft að verjast fjölmörgum kærum fyrir MDE undanfarin misseri, m.a. fyrir brot á tjáningarfrelsi borgara sinna.“ Hvað heldur Róbert að Tyrkjum gangi til? Jón Steinar telur að dómarar við MDE eigi ekki að þiggja svona viðurkenningar frá aðildarríkjunum. Ríkin eru aðilar til varnar í kærumálum sem berast til dómstólsins. „Það er því ekki við hæfi að dómarar taki við atlotum þeirra. Slíkt hlýtur að rýra traust manna til dómstólsins,“ segir Jón Steinar og spyr hvers vegna Róbert Spanó haldi að Tyrkir hafi viljað hengja á hann orðu? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er langt í frá ánægð með Tyrklandsreisu Róberts Spanó.visir/vilhelm „Dettur honum ekki í hug að það kunni að vera vegna viljans til að gera hann vinveittan þeim stjórnvöldum í þessu landi, sem sífellt þurfa að verja hendur sínar fyrir dómstólnum?“ Lögmaðurinn segir forsmán ef dómarar við dómstólinn séu svo hégómlegir að vilja þiggja svona viðurkenningar fremur en að afþakka þær í þágu þeirra hagsmuna sem þeim hefur verið trúað fyrir að gæta í þágu almennra borgara í aðildarríkjum að dómstólnum. „Það er sorglegt að íslenski dómarinn við dómstólinn skuli falla á kaf í þennan pytt. Vonandi drukknar hann ekki.“ Hart að þurfa að efast um dómgreind dómarans Illugi Jökulsson er hjartanlega sammála Jóni Steinari í þessum efnum. „Framganga Róberts Spanó í Tyrklandi eru skelfileg og óskiljanleg vonbrigði. Það er með hreinum ólíkindum að hann hafi látið sér detta í hug að það væri í lagi að taka við heiðursdoktorsnafnbót þarna, og raunar var ekki mikið skárra en að láta yfirleitt mynda sig með Erdogan,“ segir Illugi á Facebook-síðu sinni. Illugi gefur lítið fyrir þá röksemd sem fram hefur komið að ræða eigi kurteislega við einræðisherra sem fótumtroða mannréttindi. Slíkt sé einskis virði „slíkir herrar taka ekkert mark á þessháttar viðræðum og forherðast bara yfir því að vera yfirleitt taldir viðræðuhæfir. Það er helvíti hart að þurfa nú að efast um dómgreind dómarans, tala nú ekki um æðsta dómara við mannréttindadómstól Evrópu.“ Enes Kanter körfuboltastjarna er af tyrknesku bergi brotinn. Hann telur að Róbert Spanó eigi að segja af sér vegna málsins.Getty/kately mulcahy Kanter segir að Spanó eigi að segja af sér Illugi tengir við grein Skúla Magnússonar, héraðsdómara og fyrrverandi formanni Dómarafélags Íslands, sem hann birti á Vísi í morgun og hefur vakið mikla athygli. „Ég er sammála Skúla Magnússyni hér.“ Þannig eru þeir úr ýmsum áttum, sem hafa eldað grátt silfur á öðrum vígstöðvum, orðnir samherjar í þessu máli. Reyndar eru þeir sem vilja fordæma þessa Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó síður en svo bundin við Ísland. Fjöldinn allur af fólki sem hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í Tyrklandi telur þetta alveg galið hjá dómaranum. Þannig lætur Enes Kanter, körfuboltakappi sem leikur með Boston Celtics í NBA-deildinni, fá það óþvegið á Twittersíðu sinni. DV greinir frá þessu fyrr í dag en Enes Kanter er af tyrkneskum ættum og hann telur að Róbert Spanó ætti að segja af sér vegna málsins. Enginn ætti að lúta einræðisherra á borð við Erdogan, segir Kanter. Dómstólar Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Tyrklandsheimsókn og ásýnd Mannréttindadómstólsins Fyrrverandi formaður Dómarafélagsins lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika Mannréttindadómstólsins og trausti til hans eftir heimsókn forseta dómstólsins til Tyrklands. 6. september 2020 16:29 Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Róbert segist ekki ætla að tjá sig frekar Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. 6. september 2020 22:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og Illugi Jökulsson rithöfundur hafa löngum verið á öndverðum meiði í hverju sem helst en þeir eru hjartanlega sammála um að það hafi verið vítavert af Róberti Spanó forseta Mannréttindadómsstólsins að þiggja sérstaka heiðursnafnbót við háskólann í Istanbúl í Tyrklandi. Þannig standa nú spjót á Spanó. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en þar var greint frá gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem sagði heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Róberti ætti að vita manna best að mannréttindi eiga verulega undir högg að sækja í Tyrklandi. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ segir Ingibjörg. Dómgreindarleysi að þiggja fjólur Erdogans Vísir reyndi að fá viðbrögð hjá Róbert Spanó í gær vegna málsins en hann vildi ekki veita viðtal. En nokkur fjöldi manna hafa stigið fram og ýmist furðað sig á eða fordæmt Róbert fyrir að þiggja þessa tyrknesku vegtyllu en þeir telja víst að Erdagon muni notfæra sér þetta sem einskonar viðurkenningu af hálfu Mannréttindadómstólsins á yfirvöldum þar í landi. Jón Steinar ritar grein á vefsvæði sitt þar sem hann gerir málið að umtalsefni. Segir þetta vond tíðindi að dómarinn skuli þiggja „svona fjólur af ríki sem allir vita að reglulega forsmáir vernd mannréttinda og hefur þurft að verjast fjölmörgum kærum fyrir MDE undanfarin misseri, m.a. fyrir brot á tjáningarfrelsi borgara sinna.“ Hvað heldur Róbert að Tyrkjum gangi til? Jón Steinar telur að dómarar við MDE eigi ekki að þiggja svona viðurkenningar frá aðildarríkjunum. Ríkin eru aðilar til varnar í kærumálum sem berast til dómstólsins. „Það er því ekki við hæfi að dómarar taki við atlotum þeirra. Slíkt hlýtur að rýra traust manna til dómstólsins,“ segir Jón Steinar og spyr hvers vegna Róbert Spanó haldi að Tyrkir hafi viljað hengja á hann orðu? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er langt í frá ánægð með Tyrklandsreisu Róberts Spanó.visir/vilhelm „Dettur honum ekki í hug að það kunni að vera vegna viljans til að gera hann vinveittan þeim stjórnvöldum í þessu landi, sem sífellt þurfa að verja hendur sínar fyrir dómstólnum?“ Lögmaðurinn segir forsmán ef dómarar við dómstólinn séu svo hégómlegir að vilja þiggja svona viðurkenningar fremur en að afþakka þær í þágu þeirra hagsmuna sem þeim hefur verið trúað fyrir að gæta í þágu almennra borgara í aðildarríkjum að dómstólnum. „Það er sorglegt að íslenski dómarinn við dómstólinn skuli falla á kaf í þennan pytt. Vonandi drukknar hann ekki.“ Hart að þurfa að efast um dómgreind dómarans Illugi Jökulsson er hjartanlega sammála Jóni Steinari í þessum efnum. „Framganga Róberts Spanó í Tyrklandi eru skelfileg og óskiljanleg vonbrigði. Það er með hreinum ólíkindum að hann hafi látið sér detta í hug að það væri í lagi að taka við heiðursdoktorsnafnbót þarna, og raunar var ekki mikið skárra en að láta yfirleitt mynda sig með Erdogan,“ segir Illugi á Facebook-síðu sinni. Illugi gefur lítið fyrir þá röksemd sem fram hefur komið að ræða eigi kurteislega við einræðisherra sem fótumtroða mannréttindi. Slíkt sé einskis virði „slíkir herrar taka ekkert mark á þessháttar viðræðum og forherðast bara yfir því að vera yfirleitt taldir viðræðuhæfir. Það er helvíti hart að þurfa nú að efast um dómgreind dómarans, tala nú ekki um æðsta dómara við mannréttindadómstól Evrópu.“ Enes Kanter körfuboltastjarna er af tyrknesku bergi brotinn. Hann telur að Róbert Spanó eigi að segja af sér vegna málsins.Getty/kately mulcahy Kanter segir að Spanó eigi að segja af sér Illugi tengir við grein Skúla Magnússonar, héraðsdómara og fyrrverandi formanni Dómarafélags Íslands, sem hann birti á Vísi í morgun og hefur vakið mikla athygli. „Ég er sammála Skúla Magnússyni hér.“ Þannig eru þeir úr ýmsum áttum, sem hafa eldað grátt silfur á öðrum vígstöðvum, orðnir samherjar í þessu máli. Reyndar eru þeir sem vilja fordæma þessa Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó síður en svo bundin við Ísland. Fjöldinn allur af fólki sem hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í Tyrklandi telur þetta alveg galið hjá dómaranum. Þannig lætur Enes Kanter, körfuboltakappi sem leikur með Boston Celtics í NBA-deildinni, fá það óþvegið á Twittersíðu sinni. DV greinir frá þessu fyrr í dag en Enes Kanter er af tyrkneskum ættum og hann telur að Róbert Spanó ætti að segja af sér vegna málsins. Enginn ætti að lúta einræðisherra á borð við Erdogan, segir Kanter.
Dómstólar Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Tyrklandsheimsókn og ásýnd Mannréttindadómstólsins Fyrrverandi formaður Dómarafélagsins lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika Mannréttindadómstólsins og trausti til hans eftir heimsókn forseta dómstólsins til Tyrklands. 6. september 2020 16:29 Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Róbert segist ekki ætla að tjá sig frekar Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. 6. september 2020 22:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Tyrklandsheimsókn og ásýnd Mannréttindadómstólsins Fyrrverandi formaður Dómarafélagsins lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika Mannréttindadómstólsins og trausti til hans eftir heimsókn forseta dómstólsins til Tyrklands. 6. september 2020 16:29
Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48
Róbert segist ekki ætla að tjá sig frekar Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. 6. september 2020 22:52
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent