Fær 1,7 milljónir á viku fyrir að vera á bakvakt hjá NFL-liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 11:30 Josh McCown verður að vera klár í að hoppa upp í flugvél til Philadelphia. Getty/Quinn Harris Reynsluboltinn Josh McCown er kominn í nýtt hlutverk í NFL-deildinni en hann er búinn að semja við eitt lið deildarinnar á óvenjulegan hátt. Philadelphia Eagles hefur nefnilega gert samning við þennan 41 árs gamla leikstjórnanda um að hann verði á bakvakt á þessu NFL-tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur. Það er mikil óvissa uppi í NFL-deildinni vegna kórónuveirunnar og leikmenn geta nú dottið út með engum fyrirvara. Philadelphia Eagles vill hafa varann á og býr að því að Josh McCown var hjá félaginu í fyrra og þekkir því vel til sóknarskipulags liðsins. More on the Eagles making 41-year-old Josh McCown - who will live in Texas, make $12,000 per week and serve as the team s emergency QB - the oldest practice squad player in NFL history:https://t.co/CgJT8MDtJ7— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 6, 2020 Það sem gerir þetta mjög sérstakt er að Josh McCown býr ekki í Philadelphia heldur í Texas sem er í meira en þriggja klukkutíma flugferð í burtu. Hann verður því ekki í kringum liðið nema að það komi útkall. Philadelphia Eagles ætlar að leyfa honum að búa áfram í Texas en það verður fylgst vel með því að hann haldi sér í góðu formi. Josh McCown verður því til taks ef leikstjórnendur Eagles detta skyndilega út vegna COVID-19 smits. Josh McCown verður samt sem áður elsti leikmaðurinn sem fær samning til að vera hluti af æfingaliði NFL-liðs. Best Job In Sports: Josh McCown Will Make $12,000 A Week To Live In Texas While On The Eagles Practice Squad https://t.co/NZJqQuJ8zn pic.twitter.com/pyBcTWvYjO— Barstool Sports (@barstoolsports) September 6, 2020 McCown spilaði þrjá leiki með Philadelphia Eagles í fyrra og var í byrjunarliði New York Jets fyrir tveimur tímabilum síðan. Hann er mjög víðförull og hefur mikla reynslu að því að koma sér inn í hlutina hjá nýjum liðum. Á ferlinum hefur McCown farið frá Arizona til Detroit til Oakland til Miami til Carolina til Hartford Colonials í United Football League til San Francisco til Chicago til Tampa Bay til Cleveland og loks til New York Jets. Philadelphia Eagles þarf líka að borga fyrir þessa þjónustu því Josh McCown mun fá 12 þúsund Bandaríkjadali á viku eða 1,7 milljónir íslenskra króna. Það er ekki slæmt kaup. NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Reynsluboltinn Josh McCown er kominn í nýtt hlutverk í NFL-deildinni en hann er búinn að semja við eitt lið deildarinnar á óvenjulegan hátt. Philadelphia Eagles hefur nefnilega gert samning við þennan 41 árs gamla leikstjórnanda um að hann verði á bakvakt á þessu NFL-tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur. Það er mikil óvissa uppi í NFL-deildinni vegna kórónuveirunnar og leikmenn geta nú dottið út með engum fyrirvara. Philadelphia Eagles vill hafa varann á og býr að því að Josh McCown var hjá félaginu í fyrra og þekkir því vel til sóknarskipulags liðsins. More on the Eagles making 41-year-old Josh McCown - who will live in Texas, make $12,000 per week and serve as the team s emergency QB - the oldest practice squad player in NFL history:https://t.co/CgJT8MDtJ7— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 6, 2020 Það sem gerir þetta mjög sérstakt er að Josh McCown býr ekki í Philadelphia heldur í Texas sem er í meira en þriggja klukkutíma flugferð í burtu. Hann verður því ekki í kringum liðið nema að það komi útkall. Philadelphia Eagles ætlar að leyfa honum að búa áfram í Texas en það verður fylgst vel með því að hann haldi sér í góðu formi. Josh McCown verður því til taks ef leikstjórnendur Eagles detta skyndilega út vegna COVID-19 smits. Josh McCown verður samt sem áður elsti leikmaðurinn sem fær samning til að vera hluti af æfingaliði NFL-liðs. Best Job In Sports: Josh McCown Will Make $12,000 A Week To Live In Texas While On The Eagles Practice Squad https://t.co/NZJqQuJ8zn pic.twitter.com/pyBcTWvYjO— Barstool Sports (@barstoolsports) September 6, 2020 McCown spilaði þrjá leiki með Philadelphia Eagles í fyrra og var í byrjunarliði New York Jets fyrir tveimur tímabilum síðan. Hann er mjög víðförull og hefur mikla reynslu að því að koma sér inn í hlutina hjá nýjum liðum. Á ferlinum hefur McCown farið frá Arizona til Detroit til Oakland til Miami til Carolina til Hartford Colonials í United Football League til San Francisco til Chicago til Tampa Bay til Cleveland og loks til New York Jets. Philadelphia Eagles þarf líka að borga fyrir þessa þjónustu því Josh McCown mun fá 12 þúsund Bandaríkjadali á viku eða 1,7 milljónir íslenskra króna. Það er ekki slæmt kaup.
NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira