Költhetja Lakers gæti reynst lykillinn að velgengni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 22:45 Eitt af skemmtilegri atvikum tímabilsins var þegar allt Lakers-liðið stökk upp með Caruso þegar hann tróð í leik gegn New York Knicks. Jayne Kamin-Oncea/USA Today Sports LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik. Körfubolti NBA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik.
Körfubolti NBA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn