Skilnuðum fjölgar og ástæðan oftar ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. september 2020 21:00 Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Getty Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“ Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“
Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29
Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00
Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00