Ísland var óheppið að ná ekki í stig á móti Englandi í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í dag. Birkir Bjarnason fór á vítapunktinn í lok uppbótartíma leiksins en skaut því miður yfir markið.
James Ward-Prowse, leikmaður Southampton og enska landsliðsins, sést á myndi hér fyrir neðan róta með tökkunum í vítapunktinum rétt áður en Birkir Bjarnason tók spyrnuna.
Ward-Prowse digging up the penalty spot right before Iceland's miss 👀 👏🏼 #ThreeLions #NationsLeague pic.twitter.com/lJg5Zbl8Ce
— talkSPORT (@talkSPORT) September 5, 2020
Sam Tighe, blaðamaður á Bleacher Report, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem slík athöfn hjá Ward-Prowse endi með vítaklúðri andstæðingsins.
Not the first time JWP's scuffing of a penalty spot has led to a miss, and he's a bit of a shithouse generally nowadays. Hasenhüttl did *something* to him in early 2019...gave him an edge, some bite, an appreciation for the dark arts perhaps.
— Sam Tighe (@stighefootball) September 5, 2020
Það er aldrei að vita hvort niðurstaða leiksins hefði verið önnur ef ekki hefði verið fyrir þessa takta Englendingsins, en Íslendingar þurftu á endanum að sætta sig við svekkjandi 0-1 tap í leiknum.