Heimildarmynd um baráttu Gretu Thunberg beint frá Feneyjum á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2020 12:40 Greta Thunberg hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sína í loftlagsmálum undanfarin ár. Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira