Fjórir í enska landsliðsinu í sérstökum hefndarhug í Laugardalnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:00 Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í dag, sést hér eftir tapið á móti Íslandi á EM 27. júní 2016. Getty/Catherine Ivill Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira