Nýliðarnir sjö sem gætu leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 16:30 Kalvin Phillips gæti leikið sinn fyrsta landsleik áður en hann leikur í efstu deild á Englandi. getty/James Gill Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira