Alls hafa fimm leikmenn og starfsmenn spænska úrvalsdeildarliðsins Valencia greinst með kórónuveiruna. Ezequiel Garay, varnarmaður liðsins, er þar á meðal og greindist hann fyrst.
Argentíski miðvörðurinn hefur þó ekki fengið veiruna eftir einvígi Valencia og Atalanta, frá Ítalíu, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem hann er frá vegna meiðsla. Garay sleit krossbönd í febrúar og hefur því vægast sagt byrjað árið illa.
Atalanta er staðsett í Bergamo sem er nánast í miðjunn á faraldrinum sem geysar nú um Ítalíu en það er það Evrópuland sem hefur komið verst út úr faraldrinum hingað til. Alls hafa 1440 manns dáið á Ítalíu eftir að hafa fengið veiruna.
Leikmaðurinn sagði sjálfur frá á samfélagsmiðlinum Instagram og er nú kominn í sjálfskipaða sóttkví þar sem hann bíður meðhöndlunar.
„Mér líður vel og eina sem ég get gert núna er að hlusta á heilbrigðisyfirvöld,“ sagir Garay meðal annars í færslu sinni.
Garay gæti ekki hafa meiðst, né lent í þessum veikindum, á verri tíma en samningur hans við Valencia rennur út í sumar.
Í síðustu viku fór allt lið Real Madrid í sóttkví eftir að leikmaður körfuboltaliðs félagsins greindist með veiruna. Í kjölfarið var öllum leikjum deildarinnar frestað.