Varnartilþrif Hardens vógu þungt og Butler sýndi stáltaugar á vítalínunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 08:00 James Harden fagnar eftir nauman sigur Houston Rockets á Oklahoma City Thunder í oddaleik. getty/Mike Ehrmann Leikir næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta voru æsispennandi og unnust báðir með aðeins tveimur stigum. Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Oklahoma City Thunder í oddaleik, 104-102. Þá komst Miami Heat í 2-0 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austurdeildarinnar með 114-116 sigri í leik liðanna í nótt. James Harden hitti illa fyrir Houston en reyndist hetja liðsins þegar hann varði þriggja stiga skot Lus Dort þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. James Harden's denial WINS the series for Houston pic.twitter.com/rFnlh2aFJ2— NBA (@NBA) September 3, 2020 Harden skilaði sautján stigum en hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum utan af velli. Robert Covington var stigahæstur í liði Houston með 21 stig. Russell Westbrook skoraði 20 stig gegn sínu gamla liði. Houston mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. @Holla_At_Rob33 DOES IT ALL in GAME 7!21 PTS | 10 REB | 3 STL | 3 BLK | 6 3PMHOU/LAL Game 1: Fri. (9/4) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bpAEtiMxHr— NBA (@NBA) September 3, 2020 Dort skoraði 30 stig fyrir Oklahoma sem er persónulegt met hjá honum. Chris Paul og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu nítján stig hvor. Paul tók einnig ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Jimmy Butler tryggði Miami sigur á Milwaukee með því að setja niður tvö vítaskot eftir að leiktíminn var runninn út. Miami er því komið í 2-0 í einvíginu gegn liðinu sem var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni. Miami var sex stigum yfir þegar 27 sekúndur voru eftir en glutraði forystunni niður. Það kom þó ekki að sök. Giannis Antetokounmpo braut á Butler undir blálokin og sá síðarnefndi kláraði leikinn á vítalínunni. Jimmy Butler comes up CLUTCH at the line, putting the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3 Fri. (9/4) at 6:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CqJDwzVjuw— NBA (@NBA) September 3, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig fyrir Miami og Tyler Herro sautján. Butler skoraði þrettán stig en hann tók aðeins átta skot í leiknum. Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 29 stig. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Khris Middleton skoraði 23 stig og gaf átta stoðsendingar. NBA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Leikir næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta voru æsispennandi og unnust báðir með aðeins tveimur stigum. Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Oklahoma City Thunder í oddaleik, 104-102. Þá komst Miami Heat í 2-0 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austurdeildarinnar með 114-116 sigri í leik liðanna í nótt. James Harden hitti illa fyrir Houston en reyndist hetja liðsins þegar hann varði þriggja stiga skot Lus Dort þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. James Harden's denial WINS the series for Houston pic.twitter.com/rFnlh2aFJ2— NBA (@NBA) September 3, 2020 Harden skilaði sautján stigum en hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum utan af velli. Robert Covington var stigahæstur í liði Houston með 21 stig. Russell Westbrook skoraði 20 stig gegn sínu gamla liði. Houston mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. @Holla_At_Rob33 DOES IT ALL in GAME 7!21 PTS | 10 REB | 3 STL | 3 BLK | 6 3PMHOU/LAL Game 1: Fri. (9/4) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bpAEtiMxHr— NBA (@NBA) September 3, 2020 Dort skoraði 30 stig fyrir Oklahoma sem er persónulegt met hjá honum. Chris Paul og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu nítján stig hvor. Paul tók einnig ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Jimmy Butler tryggði Miami sigur á Milwaukee með því að setja niður tvö vítaskot eftir að leiktíminn var runninn út. Miami er því komið í 2-0 í einvíginu gegn liðinu sem var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni. Miami var sex stigum yfir þegar 27 sekúndur voru eftir en glutraði forystunni niður. Það kom þó ekki að sök. Giannis Antetokounmpo braut á Butler undir blálokin og sá síðarnefndi kláraði leikinn á vítalínunni. Jimmy Butler comes up CLUTCH at the line, putting the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3 Fri. (9/4) at 6:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CqJDwzVjuw— NBA (@NBA) September 3, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig fyrir Miami og Tyler Herro sautján. Butler skoraði þrettán stig en hann tók aðeins átta skot í leiknum. Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 29 stig. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Khris Middleton skoraði 23 stig og gaf átta stoðsendingar.
NBA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti