Rakel og Hulda opna saman sýningu og frumsýna nýtt samstarfsverkefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2020 13:00 Listakonurnar Hulda Katarina og Rakel Tomas setja í sölu ný verk í kvöld og opna svo sýningu á morgun. Mynd/Tara Tjörva Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda
Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira