Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Rich Linley Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg er að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hafa strítt honum alveg síðan á HM í Rússlandi sumarið 2018. Nú vildi hann fá fullt undirbúningstímabil með Burnley og tók því þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í landsleikina. Jóhann Berg Guðmundsson ræddi þess ákvörðun og komandi tímabil með Burnley við heimasíðu félagsins. Hann segist vonast til þess að ákvörðun sín að fórna þessum landsleikjum muni hjálpa honum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég ákvað að það væri betra fyrir mig að vera hérna og ná fullu undirbúningstímabili,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. WINGING IT: Johann Berg Gudmundsson sees a bright future at Turf Moor.Read: https://t.co/BxGN5il1pc pic.twitter.com/ufDctQwwFi— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 1, 2020 „Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma, sérstaklega ekki fyrir mig þar sem ég hef verið í vandræðum með meiðsli,“ sagði Jóhann Berg. „Ég taldi það vera það besta í stöðunni fyrir mig að ná fullu undirbúningstímabili með Burnley, ná að spila nokkra leiki og komast í eins gott form og ég gat fyrir tímabilið,“ sagði Jóhann Berg. „Ég er að leggja mikið á mig. Auðvitað verður maður þreyttur inn á milli en þannig er það bara. Ég horfi til framtíðar og ég sé hana vera bjarta fyrir mig,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann Berg spilaði í síðustu fimm leikjum Burnley í sumarhluta síðasta tímabils og þá skoraði hann í leik á móti Tranmere um helgina en hann var spilaður fyrir luktum dyrum. „Ég er að reyna að komast í mitt besta form. Við fengum nokkrar vikur í frí en ég hélt áfram að æfa. Ég fór heim til Íslands enda hafði það verið langur tími síðan ég hitti fjölskyldu og vini. Það var gott að slökkva á sér aðeins um stund,“ sagði Jóhann Berg. „Núna er maður mættur aftur til vinnu. Það voru nokkrar mjög erfiðar hlaupaæfingar og svo fyrsti leikurinn. Það var gott að fá nokkrar mínútur á laugardaginn og það er alltaf gott að skora,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg er að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hafa strítt honum alveg síðan á HM í Rússlandi sumarið 2018. Nú vildi hann fá fullt undirbúningstímabil með Burnley og tók því þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í landsleikina. Jóhann Berg Guðmundsson ræddi þess ákvörðun og komandi tímabil með Burnley við heimasíðu félagsins. Hann segist vonast til þess að ákvörðun sín að fórna þessum landsleikjum muni hjálpa honum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég ákvað að það væri betra fyrir mig að vera hérna og ná fullu undirbúningstímabili,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. WINGING IT: Johann Berg Gudmundsson sees a bright future at Turf Moor.Read: https://t.co/BxGN5il1pc pic.twitter.com/ufDctQwwFi— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 1, 2020 „Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma, sérstaklega ekki fyrir mig þar sem ég hef verið í vandræðum með meiðsli,“ sagði Jóhann Berg. „Ég taldi það vera það besta í stöðunni fyrir mig að ná fullu undirbúningstímabili með Burnley, ná að spila nokkra leiki og komast í eins gott form og ég gat fyrir tímabilið,“ sagði Jóhann Berg. „Ég er að leggja mikið á mig. Auðvitað verður maður þreyttur inn á milli en þannig er það bara. Ég horfi til framtíðar og ég sé hana vera bjarta fyrir mig,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann Berg spilaði í síðustu fimm leikjum Burnley í sumarhluta síðasta tímabils og þá skoraði hann í leik á móti Tranmere um helgina en hann var spilaður fyrir luktum dyrum. „Ég er að reyna að komast í mitt besta form. Við fengum nokkrar vikur í frí en ég hélt áfram að æfa. Ég fór heim til Íslands enda hafði það verið langur tími síðan ég hitti fjölskyldu og vini. Það var gott að slökkva á sér aðeins um stund,“ sagði Jóhann Berg. „Núna er maður mættur aftur til vinnu. Það voru nokkrar mjög erfiðar hlaupaæfingar og svo fyrsti leikurinn. Það var gott að fá nokkrar mínútur á laugardaginn og það er alltaf gott að skora,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira