Foreldrarnir héldu að hann væri að segja þeim frá því að konan væri ólétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 12:30 Conor Coady var ekki nógu góður fyrir Liverpool liðið fyrir sex árum en nú er hann kominn í enska landsliðið. Getty/Sam Bagnall Conor Coady er á leiðinni til Íslands með enska landsliðinu á föstudaginn og hann var mjög spenntur þegar hann sagði mömmu sinni og pabba fréttirnar. Conor Coady, miðvörður Úlfanna, hefur unnið sig aftur upp efir að Liverpool lét hann fara fyrir sex árum og landsliðsþjálfarinn Gareth Soutgate er nú búinn að taka hann inn í enska landsliðshópinn sinn. Conor Coady er nú 27 ára gamall og að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu. Hann var í unglingalandsliðum Englands frá sextán til tuttugu ára aldri. Coady kom upp hjá Liverpool en yfirgaf félagið árið 2014 þegar hann samdi við Huddersfield í ensku b-deildinni. Conor Coady kom til Wolverhampton Wanderers árið 2015 og hjálpaði liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Hann er nú fyrirliði liðsins sem hefur verið að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar leiktíðir. Conor Coady sagði BBC skemmtilega sögu af því þegar hann sagði foreldrum sínum frá því að hann væri kominn í enska landsliðið. "Me and my wife said to my parents: 'We've got news for you."Conor Coady says his parents thought news of his England call-up was he telling them his wife was pregnant https://t.co/ldhpj5rGdn #wwfc pic.twitter.com/ho4SB3g8MH— BBC Sport (@BBCSport) September 2, 2020 „Ég og konan mín sögðu við foreldra mína: Við höfum fréttir fyrir ykkur,“ sagði Conor Coady. „Ég hafði tekið utan um konuna mína og mamma og pabbi sögðu: Ó, Amie er ekki ófrísk aftur er það?,“ sagði Conor Coady. Conor og Amie Coady eiga þrjá stráka saman en það var ekki von á fjölgun í fjölskyldunni. „Ég sagði: Nei, ég á þegar þrjá stráka,“ sagði Conor Coady og sagði foreldrum gleðifréttirnar. Hann sagðist líka verið skjálfandi eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate hafði verið að reyna að ná í hann og Coady hringdi til baka. „Þetta var símtal sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,“ sagði Conor Coady. „Ég hugsa aldrei of langt fram í tímann og einbeiti mér bara að nútíðinni. Ég vil bara halda áfram að spila fótbolta. Ég er í frábæru félagi og ég vissi það að ef ég myndi leggja mikið á mig þá gæti hlutir gerst og ég hafði heppnina með mér,“ sagði Conor Coady. Coady var fyrirliði enska sautján ára landsliðsins á EM 2010 og hann var líka fyrirliði tuttugu ára landsliðsins á HM 2013. Harry Kane, Eric Dier og John Stones voru allir í þessum liðum og þeir hafa síðan komist í enska landsliðið en ekki Coady. "My phone was going off in my pocket, I thought 'Ah I'll ring them back when I get home' I had a text saying Gareth Southgate's trying to ring you. I picked the boys up and ran back home"Conor Coady explains how he nearly missed Gareth Southgate's phone call pic.twitter.com/zcOSekOqEN— Football Daily (@footballdaily) September 2, 2020 Þegar Nuno Espirito Santo tók við Úlfunum þá notaði hann Coady í þriggja manna vörn sem er kerfi sem Gareth Southgate notar hjá enska landsliðinu. „Ég horfi á alla leiki enska landsliðsins svo ég veit vel hversu erfitt er að komast í þetta lið. Þetta hefur verið draumur hjá mér undanfarin tvö ár. Núna þegar ég er kominn í liðið þá vil ég njóta þess og reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get hvort sem það er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Conor Coady. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Conor Coady er á leiðinni til Íslands með enska landsliðinu á föstudaginn og hann var mjög spenntur þegar hann sagði mömmu sinni og pabba fréttirnar. Conor Coady, miðvörður Úlfanna, hefur unnið sig aftur upp efir að Liverpool lét hann fara fyrir sex árum og landsliðsþjálfarinn Gareth Soutgate er nú búinn að taka hann inn í enska landsliðshópinn sinn. Conor Coady er nú 27 ára gamall og að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu. Hann var í unglingalandsliðum Englands frá sextán til tuttugu ára aldri. Coady kom upp hjá Liverpool en yfirgaf félagið árið 2014 þegar hann samdi við Huddersfield í ensku b-deildinni. Conor Coady kom til Wolverhampton Wanderers árið 2015 og hjálpaði liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Hann er nú fyrirliði liðsins sem hefur verið að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar leiktíðir. Conor Coady sagði BBC skemmtilega sögu af því þegar hann sagði foreldrum sínum frá því að hann væri kominn í enska landsliðið. "Me and my wife said to my parents: 'We've got news for you."Conor Coady says his parents thought news of his England call-up was he telling them his wife was pregnant https://t.co/ldhpj5rGdn #wwfc pic.twitter.com/ho4SB3g8MH— BBC Sport (@BBCSport) September 2, 2020 „Ég og konan mín sögðu við foreldra mína: Við höfum fréttir fyrir ykkur,“ sagði Conor Coady. „Ég hafði tekið utan um konuna mína og mamma og pabbi sögðu: Ó, Amie er ekki ófrísk aftur er það?,“ sagði Conor Coady. Conor og Amie Coady eiga þrjá stráka saman en það var ekki von á fjölgun í fjölskyldunni. „Ég sagði: Nei, ég á þegar þrjá stráka,“ sagði Conor Coady og sagði foreldrum gleðifréttirnar. Hann sagðist líka verið skjálfandi eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate hafði verið að reyna að ná í hann og Coady hringdi til baka. „Þetta var símtal sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,“ sagði Conor Coady. „Ég hugsa aldrei of langt fram í tímann og einbeiti mér bara að nútíðinni. Ég vil bara halda áfram að spila fótbolta. Ég er í frábæru félagi og ég vissi það að ef ég myndi leggja mikið á mig þá gæti hlutir gerst og ég hafði heppnina með mér,“ sagði Conor Coady. Coady var fyrirliði enska sautján ára landsliðsins á EM 2010 og hann var líka fyrirliði tuttugu ára landsliðsins á HM 2013. Harry Kane, Eric Dier og John Stones voru allir í þessum liðum og þeir hafa síðan komist í enska landsliðið en ekki Coady. "My phone was going off in my pocket, I thought 'Ah I'll ring them back when I get home' I had a text saying Gareth Southgate's trying to ring you. I picked the boys up and ran back home"Conor Coady explains how he nearly missed Gareth Southgate's phone call pic.twitter.com/zcOSekOqEN— Football Daily (@footballdaily) September 2, 2020 Þegar Nuno Espirito Santo tók við Úlfunum þá notaði hann Coady í þriggja manna vörn sem er kerfi sem Gareth Southgate notar hjá enska landsliðinu. „Ég horfi á alla leiki enska landsliðsins svo ég veit vel hversu erfitt er að komast í þetta lið. Þetta hefur verið draumur hjá mér undanfarin tvö ár. Núna þegar ég er kominn í liðið þá vil ég njóta þess og reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get hvort sem það er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Conor Coady.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira