Alræmdur „félagi Duch“ látinn Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 2. september 2020 07:14 Duch var fangelsisstjóri í hinu alræmda Tuol Sleng fangelsi. AP Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð. Kambódía Andlát Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð.
Kambódía Andlát Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira