Ánægður þegar ég lít á það sem ég hefði misst af með Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2020 15:00 Lars Lagerbäck stýrði Íslandi á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni, þar sem liðið komst í 8-liða úrslit. VÍSIR/GETTY Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“ EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
„Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30