Ánægður þegar ég lít á það sem ég hefði misst af með Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2020 15:00 Lars Lagerbäck stýrði Íslandi á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni, þar sem liðið komst í 8-liða úrslit. VÍSIR/GETTY Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“ EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira
Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira
„Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30