Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 19:10 Þættirnir Allt úr engu fóru af stað á dögunum á Stöð 2. Mynd/Allt úr engu Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. Í þætti kvöldsins skoðar Davíð Örn eldhúsið og ísskápinn hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra og töfrar fram girnilega rétti. Hér fyrir neðan má finna uppskriftirnar úr öðrum þætti. Salatgratín Fyrir 6-8 manns 500 ml. epladjús 1 sellerístöng 1 agúrka - Hýði og kjarni (stökki parturinn skorinn í teninga notaður sem meðlæti í eftirréttinn) 6 - 7 greinar ferskt dill 2 góðar matskeiðar flórsykur Safi frá 1 - 2 súraldin - einnig er hægt að rífa örlítið af berkinum fyrir meira bragð Tip: Hægt að nota nokkur salatblöð, smá spínat eða meira sellerí fyrir meira bragð Setjið allt saman í blender í 30 sek til 1 mín, eða þar til að hráefnin eru orðin vel maukuð og bragðið frá þeim komið út í djúsinn. Sigtið ofan í plastdall eða glerbakka og smakkið til með súraldin og/eða flórsykri. Bragðið á að vera súrsætt með fersku bragði af agúrku og sellerí. Setjið bakkann í frysti þangað til vökvinn er orðinn gaddfreðinn. Takið bakkann út og brjótið ísinn í smáa bita. Setjið í blender þangað til vökvinn er orðinn að krapi. Setjið í box og aftur inn í frysti. Tip: Til að flýta fyrir frystingu, setjið grynnra lagið af vökva í bakkann sem þið setjið í frystinn. Það mun gera það að verkum að vökvinn frýs hraðar. Því grynnra lag, því betra! Mynd/Allt úr engu Hvít súkkulaði og skyrkrem Fyrir 8-10 manns 300 gr. hvítt súkkulaði 175 gr. rjómi 325 gr. skyr Setjið hvítt súkkulaði í pott ásamt rjómanum og bræðið saman við vægan hita. Takið pottinn af hitanum og pískið skyrið út í. Komið kreminu fyrir í íláti og skellið því í kæli og leyfið því að stífna í 1-2 klukkustund. Mynd/Allt úr engu Krystallað hvítt súkkulaði 6-8 manns 100 gr. vatn 100 gr. sykur 150 gr. hvítt súkkulaði Setjið sykur og vatn í pott og sjóðið saman í síróp þar til hitinn nær uþb. 120 gráðum. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni, potti eða vantsbaði. Setjið brædda súkkulaðið í skál eða í hrærivél, einnig er hægt að nota rafmagnspísk, og pískið heitu sykursírópinu út í súkkulaðið í mjórri bunu. Súkkulaðið ætti núna að verða orðið að “hrauni” og tilbúið til notkunar þegar það hefur kólnað örlítið. Sýrðar agúrkur 100 gr. vatn 100 gr. sykur 100 gr. edik 1 gúrka skorin í þunnar skífur (ef nota á agúrkurnar í eftirréttinn er gott að salta þær ekki fyrir súrsun) og söltuð með flögusalti í uþb. 10 mínútur. Setjið vatn, sykur og edik í pott, setjið á vægan hita og leysið upp sykurinn. Hægt er að krydda vökvann með hverju sem er jafnvel hvönn eins og ég gerði í þættinum. Setjið agúrkurnar í krukku og hellið volgum vökvanum yfir agúrkurnar. Þetta geymist í kæli í allt að endalokum veraldar. Mynd/Allt úr engu Risarækjur með grilluðum agúrkum og strandjurtum Fyrir 6-8 manns 1 stk laukur - saxaður fínt 3 geirar hvítlaukur - saxaður fínt 2 msk. ferskur grænn pipar - saxaður fínt (einnig er hægt að nota þurrkaðan lagðan í bleyti) 1 stk. grænt epli - saxað fínt eða rifið á rifjárni 1 kg. risarækjur 2 stk súraldin - safi og rifinn börkur notaður Blandið öllu saman og kryddið með salti, hampolíu og súraldinsafa og berki. Látið marinerast á meðan þið græjar meðlætið. Mynd/Allt úr engu Anís ediksósa: 1 msk. anísfræ 1 msk. acacia hunang (það er líka hægt að nota venjulegt hunang) 3 msk. eplaedik 8 msk. hampolía Saltverk salt Hrærið saman hunang og edik í skál og pískið olíuna útí. Ristið anísfræin á pönnu við meðalhita þangað til þau brúnast örlítið, passið að þau brúnist ekki of mikið því þá verða þau bitur á bragðið. Hellið heitum fræjunum í sósuna og geymið til hliðar. Þessi ediksósa geymist við stofuhita endalaust lengi. 1 agúrka - skorin í þynnur 1 blaðlaukur - neðri hluti skorinn í skífur og efri hlutinn skilinn að í lög. Grillið agúrkurnar og laukslögin á grillpönnu eða sem er enn betra á grilli þangað til þið fáið brenndar rendur á grænmetið og það eldað í gegn, þó ekki maukeldað. Geymið til hliðar, þið notið þetta ofan á rækjurnar á eftir. Blaðlauksskífurnar steikið þið á þurri pönnu eða grillið þangað til þær eru eldaðar í gegn og bitur-sætar á bragðið. Bragðið til með eplaediki, hampolíu og salti og setjið út í rækjublönduna. ½ stk. mangó - skorið í teninga 2 stk. avcoadó skorið í teninga. 100 gr. þangskegg AKA: truffluþari - saxaður gróflega Geymið til hliðar, þessu er dreift yfir rækjublönduna þegar þið ert búin/n að steikja þær. Hitið núna pönnu á hæsta hita svo það rjúki úr henni og steiktu rækjurnar ásamt öllu saxaða gotteríinu á funheitri pönnunni og steikið þar til rækjurnar eru 80% eldaðar. Hellið rækjunum núna af pönnunni og á disk eða fat og dreifið truffluþaranum, mangóinu og avocadóinu yfir. Takið grilluðu blaðlauks- og agúrkuþynnurnar, rúllið þeim upp og látið þær standa fallega ofan á réttinum. Að lokum puntið með jurtum úr fjörunni og hellið ediksósunni yfir. Matur Uppskriftir Eftirréttir Sjávarréttir Grænmetisréttir Allt úr engu Tengdar fréttir „Þetta er svona eins og maður pantar á krakkamatseðli“ Matreiðslumeistarinn Davíð Örn Hákonarson og leikarinn Aron Mola kepptust um að gera fallegusta eftirréttinn í fyrsta þætti af Allt úr engu. 28. ágúst 2020 16:49 Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. Í þætti kvöldsins skoðar Davíð Örn eldhúsið og ísskápinn hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra og töfrar fram girnilega rétti. Hér fyrir neðan má finna uppskriftirnar úr öðrum þætti. Salatgratín Fyrir 6-8 manns 500 ml. epladjús 1 sellerístöng 1 agúrka - Hýði og kjarni (stökki parturinn skorinn í teninga notaður sem meðlæti í eftirréttinn) 6 - 7 greinar ferskt dill 2 góðar matskeiðar flórsykur Safi frá 1 - 2 súraldin - einnig er hægt að rífa örlítið af berkinum fyrir meira bragð Tip: Hægt að nota nokkur salatblöð, smá spínat eða meira sellerí fyrir meira bragð Setjið allt saman í blender í 30 sek til 1 mín, eða þar til að hráefnin eru orðin vel maukuð og bragðið frá þeim komið út í djúsinn. Sigtið ofan í plastdall eða glerbakka og smakkið til með súraldin og/eða flórsykri. Bragðið á að vera súrsætt með fersku bragði af agúrku og sellerí. Setjið bakkann í frysti þangað til vökvinn er orðinn gaddfreðinn. Takið bakkann út og brjótið ísinn í smáa bita. Setjið í blender þangað til vökvinn er orðinn að krapi. Setjið í box og aftur inn í frysti. Tip: Til að flýta fyrir frystingu, setjið grynnra lagið af vökva í bakkann sem þið setjið í frystinn. Það mun gera það að verkum að vökvinn frýs hraðar. Því grynnra lag, því betra! Mynd/Allt úr engu Hvít súkkulaði og skyrkrem Fyrir 8-10 manns 300 gr. hvítt súkkulaði 175 gr. rjómi 325 gr. skyr Setjið hvítt súkkulaði í pott ásamt rjómanum og bræðið saman við vægan hita. Takið pottinn af hitanum og pískið skyrið út í. Komið kreminu fyrir í íláti og skellið því í kæli og leyfið því að stífna í 1-2 klukkustund. Mynd/Allt úr engu Krystallað hvítt súkkulaði 6-8 manns 100 gr. vatn 100 gr. sykur 150 gr. hvítt súkkulaði Setjið sykur og vatn í pott og sjóðið saman í síróp þar til hitinn nær uþb. 120 gráðum. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni, potti eða vantsbaði. Setjið brædda súkkulaðið í skál eða í hrærivél, einnig er hægt að nota rafmagnspísk, og pískið heitu sykursírópinu út í súkkulaðið í mjórri bunu. Súkkulaðið ætti núna að verða orðið að “hrauni” og tilbúið til notkunar þegar það hefur kólnað örlítið. Sýrðar agúrkur 100 gr. vatn 100 gr. sykur 100 gr. edik 1 gúrka skorin í þunnar skífur (ef nota á agúrkurnar í eftirréttinn er gott að salta þær ekki fyrir súrsun) og söltuð með flögusalti í uþb. 10 mínútur. Setjið vatn, sykur og edik í pott, setjið á vægan hita og leysið upp sykurinn. Hægt er að krydda vökvann með hverju sem er jafnvel hvönn eins og ég gerði í þættinum. Setjið agúrkurnar í krukku og hellið volgum vökvanum yfir agúrkurnar. Þetta geymist í kæli í allt að endalokum veraldar. Mynd/Allt úr engu Risarækjur með grilluðum agúrkum og strandjurtum Fyrir 6-8 manns 1 stk laukur - saxaður fínt 3 geirar hvítlaukur - saxaður fínt 2 msk. ferskur grænn pipar - saxaður fínt (einnig er hægt að nota þurrkaðan lagðan í bleyti) 1 stk. grænt epli - saxað fínt eða rifið á rifjárni 1 kg. risarækjur 2 stk súraldin - safi og rifinn börkur notaður Blandið öllu saman og kryddið með salti, hampolíu og súraldinsafa og berki. Látið marinerast á meðan þið græjar meðlætið. Mynd/Allt úr engu Anís ediksósa: 1 msk. anísfræ 1 msk. acacia hunang (það er líka hægt að nota venjulegt hunang) 3 msk. eplaedik 8 msk. hampolía Saltverk salt Hrærið saman hunang og edik í skál og pískið olíuna útí. Ristið anísfræin á pönnu við meðalhita þangað til þau brúnast örlítið, passið að þau brúnist ekki of mikið því þá verða þau bitur á bragðið. Hellið heitum fræjunum í sósuna og geymið til hliðar. Þessi ediksósa geymist við stofuhita endalaust lengi. 1 agúrka - skorin í þynnur 1 blaðlaukur - neðri hluti skorinn í skífur og efri hlutinn skilinn að í lög. Grillið agúrkurnar og laukslögin á grillpönnu eða sem er enn betra á grilli þangað til þið fáið brenndar rendur á grænmetið og það eldað í gegn, þó ekki maukeldað. Geymið til hliðar, þið notið þetta ofan á rækjurnar á eftir. Blaðlauksskífurnar steikið þið á þurri pönnu eða grillið þangað til þær eru eldaðar í gegn og bitur-sætar á bragðið. Bragðið til með eplaediki, hampolíu og salti og setjið út í rækjublönduna. ½ stk. mangó - skorið í teninga 2 stk. avcoadó skorið í teninga. 100 gr. þangskegg AKA: truffluþari - saxaður gróflega Geymið til hliðar, þessu er dreift yfir rækjublönduna þegar þið ert búin/n að steikja þær. Hitið núna pönnu á hæsta hita svo það rjúki úr henni og steiktu rækjurnar ásamt öllu saxaða gotteríinu á funheitri pönnunni og steikið þar til rækjurnar eru 80% eldaðar. Hellið rækjunum núna af pönnunni og á disk eða fat og dreifið truffluþaranum, mangóinu og avocadóinu yfir. Takið grilluðu blaðlauks- og agúrkuþynnurnar, rúllið þeim upp og látið þær standa fallega ofan á réttinum. Að lokum puntið með jurtum úr fjörunni og hellið ediksósunni yfir.
Matur Uppskriftir Eftirréttir Sjávarréttir Grænmetisréttir Allt úr engu Tengdar fréttir „Þetta er svona eins og maður pantar á krakkamatseðli“ Matreiðslumeistarinn Davíð Örn Hákonarson og leikarinn Aron Mola kepptust um að gera fallegusta eftirréttinn í fyrsta þætti af Allt úr engu. 28. ágúst 2020 16:49 Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
„Þetta er svona eins og maður pantar á krakkamatseðli“ Matreiðslumeistarinn Davíð Örn Hákonarson og leikarinn Aron Mola kepptust um að gera fallegusta eftirréttinn í fyrsta þætti af Allt úr engu. 28. ágúst 2020 16:49
Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33