Það styttist í að heimsleikarnir í CrossFit fara fram og Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur áfram að hita upp á Instagram-síðu sinni.
Tæplega tvær milljónir fylgja Katrínu á Instagram en í gær birti hún mynd af sér frá fyrri heimsleikum.
Þar segir hún að spennan sé mikil á þessum tímapunkti keppninnar og segir að uppáhalds keppnisgólfið hennar sé tennisleikvangurinn.
Hún segir að þetta snúist bara um það sama og hún gerir á æfingum - fara þangað út og gera sitt besta.
Katrín Tanja bendir á það að það séu einungis þrjár vikur þangað til að leikarnir hefjast og að hún sé meira en klár í slaginn.