Stuðningur við skólastúlkur á blæðingum dregur úr brottfalli Heimsljós 28. ágúst 2020 12:52 Frá skóla í Buikwe gunnisal Íslendingar hafa um árabil stutt við bakið á stelpum í skólum í samstarfshéraðinu Buikwe í Úganda, í samstarfi við frjálsu félagasamtökin WoMena, sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, sérstaklega í tengslum við blæðingar. Samstarfið hefur leitt til þess að dregið hefur verulega úr brottfalli unglingsstúlkna úr skólum í héraðinu en skortur á tíðavörum og þekkingarleysi um blæðingar leiddi áður til þess að margar stúlkur hættu námi. Stuðningurinn nær til 1200 stúlkna í 21 skóla. Thao Ngoc Do og Finnbogi Rútur Arnarson eftir undirritun samningsins.MS Samningurinn við WoMena var endurnýjaður til eins árs á dögunum í sendiráði Íslands í Kampala. „Ísland leggur mikla áherslu á fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samstarfið við WoMena fellur ákaflega vel að því alþjóðlegum markmiðum um að tryggja öllum konum heilbrigðisþjónustu á sviði kynheilbrigðis og frjósemisheilsu,“ sagði Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins við undirritun samningsins. Thao Ngoc Do framkvæmdastjóri WoMena skrifaði undir samninginn fyrir hönd samtakanna og kvaðst hlakka til samstarfsins við Íslendinga og héraðsstjórn Buikwe um þennan mikilvæga málaflokk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Heilsa Skóla - og menntamál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Íslendingar hafa um árabil stutt við bakið á stelpum í skólum í samstarfshéraðinu Buikwe í Úganda, í samstarfi við frjálsu félagasamtökin WoMena, sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, sérstaklega í tengslum við blæðingar. Samstarfið hefur leitt til þess að dregið hefur verulega úr brottfalli unglingsstúlkna úr skólum í héraðinu en skortur á tíðavörum og þekkingarleysi um blæðingar leiddi áður til þess að margar stúlkur hættu námi. Stuðningurinn nær til 1200 stúlkna í 21 skóla. Thao Ngoc Do og Finnbogi Rútur Arnarson eftir undirritun samningsins.MS Samningurinn við WoMena var endurnýjaður til eins árs á dögunum í sendiráði Íslands í Kampala. „Ísland leggur mikla áherslu á fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samstarfið við WoMena fellur ákaflega vel að því alþjóðlegum markmiðum um að tryggja öllum konum heilbrigðisþjónustu á sviði kynheilbrigðis og frjósemisheilsu,“ sagði Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins við undirritun samningsins. Thao Ngoc Do framkvæmdastjóri WoMena skrifaði undir samninginn fyrir hönd samtakanna og kvaðst hlakka til samstarfsins við Íslendinga og héraðsstjórn Buikwe um þennan mikilvæga málaflokk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Heilsa Skóla - og menntamál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent