Sagðir ætla að bjóða Barcelona þrjá leikmenn og metfé fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:00 Lionel Messi er einn besti fótboltamaður sögunnar og verður mögulega dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira