„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 23:30 Allt á rúi og stúi. AP Photo/Eric Gay Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. Fellibylurinn mældist fjórir að styrk, en fellibylir eru mældir á skalanum einn til fimm. Mesti vindstyrkur mældist 67 metrar á sekúndu en John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana sagði ljóst að Lára væri aflmesti fellibylur sem skollið hafi á ríkinu, aflmeiri en fellibylurinn Katrína sem olli miklu tjóni í ríkinu árið 2005. Láru fylgdi gífurlegur vindur, rigning og sjávarflóð og var hundruðum þúsunda gert að flýja heimili sín. Felibylurinn gekk á land við Lake Charles, bæ þar sem um 80 þúsund manns búa. Þar mátti sjá að hús voru að hruni kominn eftir að hafa þurft að þola aflið sem bjó í Láru. Alls voru 875 þúsund manns án rafmagns vegna Láru en Edwards segir þó að svo virðist sem að betur hafi farið en menn þorðu að vona. „Það liggur fyrir að við urðum ekki fyrir þeim miklum hamförum sem við töldum líklegt að gæti orðið,“ sagði Edwards. „Það er þó ljóst að við höfum mátt þola mikla eyðileggingu.“ Lake Charles varð illa úti en í frétt AP segir að lögreglumenn hafi séð heilt spilavíti fljóta niður á, og flugvélar hafi verið á hvolfi við flugvöll bæjarins. „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn. Það er bara eyðilegging úti um allt,“ hefur AP eftir Brett Geymann, sem býr í grennd við Lake Charles. Það tók alls ellefu tíma þangað til Lára gekk á land og fellibyllurinn hafði misst vindstyrk til þess að geta ekki talist fellibylur lengur. Minnst sex létust af völdum Láru, þar á meðal 14 ára gömul stúlka og 68 ára gamall maður sem létust þegar tré féllu á heimili þeirra. Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. Fellibylurinn mældist fjórir að styrk, en fellibylir eru mældir á skalanum einn til fimm. Mesti vindstyrkur mældist 67 metrar á sekúndu en John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana sagði ljóst að Lára væri aflmesti fellibylur sem skollið hafi á ríkinu, aflmeiri en fellibylurinn Katrína sem olli miklu tjóni í ríkinu árið 2005. Láru fylgdi gífurlegur vindur, rigning og sjávarflóð og var hundruðum þúsunda gert að flýja heimili sín. Felibylurinn gekk á land við Lake Charles, bæ þar sem um 80 þúsund manns búa. Þar mátti sjá að hús voru að hruni kominn eftir að hafa þurft að þola aflið sem bjó í Láru. Alls voru 875 þúsund manns án rafmagns vegna Láru en Edwards segir þó að svo virðist sem að betur hafi farið en menn þorðu að vona. „Það liggur fyrir að við urðum ekki fyrir þeim miklum hamförum sem við töldum líklegt að gæti orðið,“ sagði Edwards. „Það er þó ljóst að við höfum mátt þola mikla eyðileggingu.“ Lake Charles varð illa úti en í frétt AP segir að lögreglumenn hafi séð heilt spilavíti fljóta niður á, og flugvélar hafi verið á hvolfi við flugvöll bæjarins. „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn. Það er bara eyðilegging úti um allt,“ hefur AP eftir Brett Geymann, sem býr í grennd við Lake Charles. Það tók alls ellefu tíma þangað til Lára gekk á land og fellibyllurinn hafði misst vindstyrk til þess að geta ekki talist fellibylur lengur. Minnst sex létust af völdum Láru, þar á meðal 14 ára gömul stúlka og 68 ára gamall maður sem létust þegar tré féllu á heimili þeirra.
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira