Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 16:00 Það hefur verið tómlegt í stúkunum á knattspyrnuvöllum landsins undanfarið. Aðeins 20 áhorfendur eru leyfðir á hverjum leik - 10 frá hvoru liði. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Þegar Íslandsmótið í fótbolta hófst í sumar giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna uppgangs kórónuveirunnar hér á landi. Til athugunar að leyfa áhorfendur Þrátt fyrir tveggja metra fjarlægðartakmarkanir voru íþróttir með snertingu leyfðar að nýju frá og með 14. ágúst, en áhorfendur bannaðir (reyndar mega 10 áhorfendur frá hvoru liði mæta á fótboltaleiki). Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, var spurð út í rökin fyrir því á upplýsingafundi í dag: „Það voru mikil brögð að því á íþróttaviðburðum fyrr í sumar að aðferðir þær sem voru notaðar til að takmarka áhorfendafjölda, varðandi hólfaskiptingu og þess háttar, dugðu ekki vel. Við vorum svo lánsöm þá að það voru ekki samfélagssmit í gangi, svo það urðu engar hópsýkingar. Nú er staðan svolítið önnur,“ sagði Kamilla en ljóst er að miklar tekjur eru í húfi fyrir íþróttafélög að ógleymdri skemmtun fyrir íþróttaáhugafólk. Sóttvarnalæknir ræður því hvort eitthvað breytist á næstunni. „Þetta er eitthvað sem er í athugun, hvort það séu forsendur til að endurskoða þetta eftir því sem við náum betri tökum á því samfélagssmiti sem er í gangi, og eins ef að fólk áttar sig betur á því hve mikilvægt er að virða þessar samkomutakmarkanir sem eru í gildi,“ sagði Kamilla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24 Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Þegar Íslandsmótið í fótbolta hófst í sumar giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna uppgangs kórónuveirunnar hér á landi. Til athugunar að leyfa áhorfendur Þrátt fyrir tveggja metra fjarlægðartakmarkanir voru íþróttir með snertingu leyfðar að nýju frá og með 14. ágúst, en áhorfendur bannaðir (reyndar mega 10 áhorfendur frá hvoru liði mæta á fótboltaleiki). Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, var spurð út í rökin fyrir því á upplýsingafundi í dag: „Það voru mikil brögð að því á íþróttaviðburðum fyrr í sumar að aðferðir þær sem voru notaðar til að takmarka áhorfendafjölda, varðandi hólfaskiptingu og þess háttar, dugðu ekki vel. Við vorum svo lánsöm þá að það voru ekki samfélagssmit í gangi, svo það urðu engar hópsýkingar. Nú er staðan svolítið önnur,“ sagði Kamilla en ljóst er að miklar tekjur eru í húfi fyrir íþróttafélög að ógleymdri skemmtun fyrir íþróttaáhugafólk. Sóttvarnalæknir ræður því hvort eitthvað breytist á næstunni. „Þetta er eitthvað sem er í athugun, hvort það séu forsendur til að endurskoða þetta eftir því sem við náum betri tökum á því samfélagssmiti sem er í gangi, og eins ef að fólk áttar sig betur á því hve mikilvægt er að virða þessar samkomutakmarkanir sem eru í gildi,“ sagði Kamilla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24 Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24
Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00
Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26