Berbakt áskorun gengur á milli hestamanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2020 19:30 Hestamenn reyna nú að toppa hvern annan í skemmtilegri áskorun, sem gengur út á það að beisla og leggja hnakk á hest eftir að hafa hoppað upp upp á hestinn og setið á honum berbakt á meðan gjörningurinn fer fram. Hestamenn landsins keppast nú við að finna eitthvað sniðugt til að gera á tímum kórónuveirunnar og þegar búið er að slá landsmót hestamanna af, sem fara átti fram á Hellu í sumar. Mótið verður þess í stað haldið sumarið 2022. Áskorun gengur nú á milli hestamanna á samfélagsmiðlum þar sem þeir skora á hvorn annan að leysa ákveðna þraut en hún byggir á því að beisla og leggja hnakkinn og festa hann á hestinn sitjandi á honum berbakt. Það þarf mikla færni og liðleika til að ná þessu á sem skemmstum tíma.Katrín sem segir að hestamenn finni sér ýmislegt skemmtilegt að gera á meðan kórónaveiran gengur yfir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar á Skeiðvöllum í Rangárþingi ytra ákváðu að keppa um það hvort væri fljótari. Guðlaug Birta er 14 ára með hryssuna Ynju frá Reykjavík, 11 vetra, en aldur mömmu hennar verður ekki gefin upp. Hún er með stóðhestinn Þyt frá Neðra-Seli, 21 vetra. „Já, það er ýmis vitleysan, sem kemur fram þegar það er svona ástand eins og er í þjóðfélaginu í dag, fólk að gera sér eitthvað til skemmtunar,“ segir Katrín.Guðlaug Birta fagnaði sigri á mömmu sinni á hestinum Ynju. Hér er hún að festa gjörðina á hnakknum.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Þegar ljóst var að Guðlaug Birta sigraði mömmu sína tók hún glæsileg afstökk af Ynju og meðan mamma hennar gekk niðulút af velli.Katrín datt af baki á meðan áskorunin fór fram en hún var fljót að fara á bak aftur og klára áskorunina við dóttur sína enda mikil keppnismanneskja.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hestar Rangárþing ytra Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hestamenn reyna nú að toppa hvern annan í skemmtilegri áskorun, sem gengur út á það að beisla og leggja hnakk á hest eftir að hafa hoppað upp upp á hestinn og setið á honum berbakt á meðan gjörningurinn fer fram. Hestamenn landsins keppast nú við að finna eitthvað sniðugt til að gera á tímum kórónuveirunnar og þegar búið er að slá landsmót hestamanna af, sem fara átti fram á Hellu í sumar. Mótið verður þess í stað haldið sumarið 2022. Áskorun gengur nú á milli hestamanna á samfélagsmiðlum þar sem þeir skora á hvorn annan að leysa ákveðna þraut en hún byggir á því að beisla og leggja hnakkinn og festa hann á hestinn sitjandi á honum berbakt. Það þarf mikla færni og liðleika til að ná þessu á sem skemmstum tíma.Katrín sem segir að hestamenn finni sér ýmislegt skemmtilegt að gera á meðan kórónaveiran gengur yfir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar á Skeiðvöllum í Rangárþingi ytra ákváðu að keppa um það hvort væri fljótari. Guðlaug Birta er 14 ára með hryssuna Ynju frá Reykjavík, 11 vetra, en aldur mömmu hennar verður ekki gefin upp. Hún er með stóðhestinn Þyt frá Neðra-Seli, 21 vetra. „Já, það er ýmis vitleysan, sem kemur fram þegar það er svona ástand eins og er í þjóðfélaginu í dag, fólk að gera sér eitthvað til skemmtunar,“ segir Katrín.Guðlaug Birta fagnaði sigri á mömmu sinni á hestinum Ynju. Hér er hún að festa gjörðina á hnakknum.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Þegar ljóst var að Guðlaug Birta sigraði mömmu sína tók hún glæsileg afstökk af Ynju og meðan mamma hennar gekk niðulút af velli.Katrín datt af baki á meðan áskorunin fór fram en hún var fljót að fara á bak aftur og klára áskorunina við dóttur sína enda mikil keppnismanneskja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Hestar Rangárþing ytra Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira