Gætu fengið 40 milljónir króna fyrir kórónu Biggie Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:37 Biggie Smalls var skotinn til bana 9. mars árið 1997, tæplega 25 ára gamall. Þremur dögum áður hafði hann borið kórónuna við myndatöku. Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning