Frábær byrjun í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2020 08:14 Þær eru fallegar bleikjurnar úr Hlíðarvatni við Selvog. Mynd: María Petrína Ingólfsdóttir Eitt af vinsælustu silungsvötnum á suðvesturhorni landsins er Hlíðarvatn en fyrsti veiðidagurinn í vatninu var í gær 1. maí. Það var heldur hvasst framan af degi við vatnið og aðstæður heldur erfiðar en samkvæmt okkar heimildum kviknaði heldur betur í tökunni þegar það fór að lægja þegar leið á daginn. Það var töluvert af uppítöku og bleikjan að taka. Flestar bleikjurnar komu á Krókinn og Taylor sem eru líklega einhverjar bestu flugur til að nota snemmsumars í bleikju enda líkja þær vel eftir því æti sem fiskurinn er að taka á þessum árstíma. Bleikjurnar sem voru að veiðast í gær voru mest á bilinu 40-50 sm eða tveggja til þriggja punda en vel haldnar. Heildarveiðin úr vatninu í gær náði hátt í 100 bleikjur sem verður að teljast fín veiði miðað við að stærstan part af deginum var illa veiðanlegt vegna veðurs. Besti tíminn í vatninu er framundan svo það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum þar á næstunni. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Eitt af vinsælustu silungsvötnum á suðvesturhorni landsins er Hlíðarvatn en fyrsti veiðidagurinn í vatninu var í gær 1. maí. Það var heldur hvasst framan af degi við vatnið og aðstæður heldur erfiðar en samkvæmt okkar heimildum kviknaði heldur betur í tökunni þegar það fór að lægja þegar leið á daginn. Það var töluvert af uppítöku og bleikjan að taka. Flestar bleikjurnar komu á Krókinn og Taylor sem eru líklega einhverjar bestu flugur til að nota snemmsumars í bleikju enda líkja þær vel eftir því æti sem fiskurinn er að taka á þessum árstíma. Bleikjurnar sem voru að veiðast í gær voru mest á bilinu 40-50 sm eða tveggja til þriggja punda en vel haldnar. Heildarveiðin úr vatninu í gær náði hátt í 100 bleikjur sem verður að teljast fín veiði miðað við að stærstan part af deginum var illa veiðanlegt vegna veðurs. Besti tíminn í vatninu er framundan svo það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum þar á næstunni.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði