60,8% af nýjum seldum bílum hjá Brimborg raf- eða tengiltvinn bílar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. ágúst 2020 07:00 Citroën ë-C4 Aukning hefur orðið í sölu hreinna rafbíla og tengiltvinn rafbíla (PHEV) hjá Brimborg. Stöðug aukning hefur verið í hlutfalli rafbíla af heildarsölu Brimborgar og náði hlutfallið nýjum hæðum í júlí þegar það fór í 60,8% af seldum fólksbílum. Aukið úrval rafbíla og tengiltvinn rafbíla frá bílaframleiðendum Brimborgar skýrir aukna sölu segir í fréttatilkynningu frá Brimborg. Nú og næstu mánuði mun Brimborg geta boðið 24 gerðir rafmagnaðra bíla til sölu á Íslandi frá fimm bílaframleiðendum. Úrvalið er allt frá litlum borgarbílum til stórra, 7-9 manna bíla, fjórhjóladrifinna jeppa og allt þar á milli. Hlutdeild rafbíla í heildarsölu Brimborgar. Rafbílar frá fimm bílaframleiðendum Volvo tengiltvinn jepparnir hafa notið vinsælda undanfarin ár og fljótlega mun Brimborg kynna 100% hreinan rafjeppa frá Volvo. Peugeot sækir mjög hratt inn á markaðinn með hreina rafbíla og tengiltvinnbíla og kynnti nýlega rafbílinn, e-2008. Ford kynnti nýverið Kuga PHEV tengiltvinnbíl og Ford Explorer PHEV er nýkominn til Íslands og á næsta ári er von á Ford Mustang Mach-E rafbílnum. Citroën kemur inn á markaðinn í haust og vetur með C5 Aircross PHEV tengiltvinnbíl og e-C4 100% hreinan rafbíl og Mazda mun einnig kynna 100% hreinan rafbíl, MX-30, í haust. Rafbílar 75% af sölu Brimborgar um áramót Brimborg er í hópi þriggja stærstu bílaumboðanna þegar kemur að hlutfalli raf- og tengiltvinnbíla af heildarsölu. Með þessu aukna framboði rafmagnaðra bíla reiknar Brimborg með að hlutfall rafmagnaðra bíla af heildarsölu Brimborgar fari yfir 75% um næstu áramót. Vistvænir bílar Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent
Aukning hefur orðið í sölu hreinna rafbíla og tengiltvinn rafbíla (PHEV) hjá Brimborg. Stöðug aukning hefur verið í hlutfalli rafbíla af heildarsölu Brimborgar og náði hlutfallið nýjum hæðum í júlí þegar það fór í 60,8% af seldum fólksbílum. Aukið úrval rafbíla og tengiltvinn rafbíla frá bílaframleiðendum Brimborgar skýrir aukna sölu segir í fréttatilkynningu frá Brimborg. Nú og næstu mánuði mun Brimborg geta boðið 24 gerðir rafmagnaðra bíla til sölu á Íslandi frá fimm bílaframleiðendum. Úrvalið er allt frá litlum borgarbílum til stórra, 7-9 manna bíla, fjórhjóladrifinna jeppa og allt þar á milli. Hlutdeild rafbíla í heildarsölu Brimborgar. Rafbílar frá fimm bílaframleiðendum Volvo tengiltvinn jepparnir hafa notið vinsælda undanfarin ár og fljótlega mun Brimborg kynna 100% hreinan rafjeppa frá Volvo. Peugeot sækir mjög hratt inn á markaðinn með hreina rafbíla og tengiltvinnbíla og kynnti nýlega rafbílinn, e-2008. Ford kynnti nýverið Kuga PHEV tengiltvinnbíl og Ford Explorer PHEV er nýkominn til Íslands og á næsta ári er von á Ford Mustang Mach-E rafbílnum. Citroën kemur inn á markaðinn í haust og vetur með C5 Aircross PHEV tengiltvinnbíl og e-C4 100% hreinan rafbíl og Mazda mun einnig kynna 100% hreinan rafbíl, MX-30, í haust. Rafbílar 75% af sölu Brimborgar um áramót Brimborg er í hópi þriggja stærstu bílaumboðanna þegar kemur að hlutfalli raf- og tengiltvinnbíla af heildarsölu. Með þessu aukna framboði rafmagnaðra bíla reiknar Brimborg með að hlutfall rafmagnaðra bíla af heildarsölu Brimborgar fari yfir 75% um næstu áramót.
Vistvænir bílar Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent