Þrjú ár liðin frá flótta Róhingja frá Mjanmar Heimsljós 26. ágúst 2020 11:23 UNICEF/Patrick Brown Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að grafast fyrir um rætur átakanna sem leiddu til þess að hundruð þúsunda Róhingja neyddust til að flýja ofbeldi og útskúfun í Mjanmar. Í gær voru þrjú ár liðin frá því flóttamannastraumurinn hófst. Flestir flóttamanna fengu inni í Cox Bazar flóttamannabúðunum í Bangladess þar sem þeir hafa búið við þröngan kost og nýjar áskoranir á tímum kórónuveirunnar. Guterres kallar eftir því að staða Róhingja fái meiri athygli. „Róhingjar hafa sýnt ótrúlega seiglu í útlegðinni í Bangladess,“ segir Jean Geogh svæðisstjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Suður-Asíu. „Þrátt fyrir ólýsanlega erfiðar aðstæður, sem hafa versnað vegna monsúnrigninga og heimfaraldurs, halda þessar fjölskyldur áfram að kenna okkur hvað styrkur, hugrekki og þrautseigja merkja.“ UNICEF vekur athygli á því að COVID-19 raski lífi rúmlega 460 þúsund Rohingya flóttabarna sem búa flóttamannabúðunum. Skólum hefur verið lokað frá því í mars eins og hvarvetna í Bangladess. Af hálfu UNICEF og fleiri samtaka hefur verið reynt að styðja við heimanám eins og kostur er með hvatningu til foreldra og forráðamanna, auk þess sem náms- og vinnubókum er dreift til barna. Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að 77% barna höfðu fengið einhverja kennslu heima. Þá hafa sjálfboðaliðar, kennarar úr hópi Róhingja, gegnt aðalhlutverki í sóttvarnafræðslu til íbúa í Cox Bazar. Um 900 þúsund Róhingjar búa í yfirfullum búðunum í Bangladess, án ríkisfangs, án menntunar, án ferðafrelsis og mjög takmarkaðrar heilbrigðisþjónustu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mjanmar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent
Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að grafast fyrir um rætur átakanna sem leiddu til þess að hundruð þúsunda Róhingja neyddust til að flýja ofbeldi og útskúfun í Mjanmar. Í gær voru þrjú ár liðin frá því flóttamannastraumurinn hófst. Flestir flóttamanna fengu inni í Cox Bazar flóttamannabúðunum í Bangladess þar sem þeir hafa búið við þröngan kost og nýjar áskoranir á tímum kórónuveirunnar. Guterres kallar eftir því að staða Róhingja fái meiri athygli. „Róhingjar hafa sýnt ótrúlega seiglu í útlegðinni í Bangladess,“ segir Jean Geogh svæðisstjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Suður-Asíu. „Þrátt fyrir ólýsanlega erfiðar aðstæður, sem hafa versnað vegna monsúnrigninga og heimfaraldurs, halda þessar fjölskyldur áfram að kenna okkur hvað styrkur, hugrekki og þrautseigja merkja.“ UNICEF vekur athygli á því að COVID-19 raski lífi rúmlega 460 þúsund Rohingya flóttabarna sem búa flóttamannabúðunum. Skólum hefur verið lokað frá því í mars eins og hvarvetna í Bangladess. Af hálfu UNICEF og fleiri samtaka hefur verið reynt að styðja við heimanám eins og kostur er með hvatningu til foreldra og forráðamanna, auk þess sem náms- og vinnubókum er dreift til barna. Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að 77% barna höfðu fengið einhverja kennslu heima. Þá hafa sjálfboðaliðar, kennarar úr hópi Róhingja, gegnt aðalhlutverki í sóttvarnafræðslu til íbúa í Cox Bazar. Um 900 þúsund Róhingjar búa í yfirfullum búðunum í Bangladess, án ríkisfangs, án menntunar, án ferðafrelsis og mjög takmarkaðrar heilbrigðisþjónustu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mjanmar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent