Iceland Airwaves frestað til næsta árs Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 10:21 JFDR á hátíðinni í fyrra. Iceland Airwaves/Gunnar Örn Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár vegna heimsfaraldursins og mun hátíðin næst fara fram 3. til 6. nóvember 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Þar segir að „öryggið skipti alltaf öllu máli“ hjá Iceland Airwaves og eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerðir við landamærin vilji hátíðin leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu veirunnar. „Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé. Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3. - 6. nóvember 2021 og það gleður okkur mjög að staðfesta hér með að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess tilkynnum við í dag 25 ný atriði.“ Ný atriði Allir þeir sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 munu ekkert þurfa að aðhafast og gildi miðinn áfram. Einnig verði hægt að sækja um endurgreiðslu, komist miðahafar ekki á hátíðina að ári. „Alþjóðlegu atriðin sem eru tilkynnt í dag eru meðal annars post-pönk samsteypan frá Vancouver Crack Cloud, Porridge Radio frá Brighton sem hlutu titilinn "besta nýja tónlistin" frá Pitchfork nýlega, Marie Davidson & L’Œil Nu, framúrstefnulegt k-pop frá suður kóreyska bandinu Balming Tiger, íslensk-norskt sóvíeskt þolfimis diskó frá Ultraflex og margt fleira,“ segir í tilkynningunni. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár vegna heimsfaraldursins og mun hátíðin næst fara fram 3. til 6. nóvember 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Þar segir að „öryggið skipti alltaf öllu máli“ hjá Iceland Airwaves og eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerðir við landamærin vilji hátíðin leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu veirunnar. „Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé. Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3. - 6. nóvember 2021 og það gleður okkur mjög að staðfesta hér með að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess tilkynnum við í dag 25 ný atriði.“ Ný atriði Allir þeir sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 munu ekkert þurfa að aðhafast og gildi miðinn áfram. Einnig verði hægt að sækja um endurgreiðslu, komist miðahafar ekki á hátíðina að ári. „Alþjóðlegu atriðin sem eru tilkynnt í dag eru meðal annars post-pönk samsteypan frá Vancouver Crack Cloud, Porridge Radio frá Brighton sem hlutu titilinn "besta nýja tónlistin" frá Pitchfork nýlega, Marie Davidson & L’Œil Nu, framúrstefnulegt k-pop frá suður kóreyska bandinu Balming Tiger, íslensk-norskt sóvíeskt þolfimis diskó frá Ultraflex og margt fleira,“ segir í tilkynningunni.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira