Stuðningsmenn Barcelona mótmæltu: „Messi má ekki fara og allra síst á þennan hátt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 11:30 Stuðningsmenn Barcelona eru með böggum hildar þessa dagana. getty/Robert Bonet Stuðningsmenn Barcelona söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær til að mótmæla. Fótboltaheimurinn fór á hliðina þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu Barcelona, óskaði eftir því að fara frá félaginu sem hann hefur verið hjá í nítján ár. Stuðningsmenn Barcelona brugðust strax við og mótmæltu ástandinu hjá félaginu. Þeir krefjast þess að forseti Barcelona, Josep Bartomeu, stígi frá borði því það sé það eina sem gæti fengið Messi til að skipta um skoðun. „Það skrítna er að Messi sé ekki þegar farinn. Það sem þessi stjórn hefur gert við félagið síðan 2010 er til skammar. Allt það verðmætasta fyrir félagið er farið: [Pep] Guardiola, [Johan] Cruyff og nú Messi. Þetta endar með tapinu skammarlega fyrir Bayern München og að Messi fer,“ sagði stuðningsmaður Barcelona sem tók þátt í mótmælunum í gær. „Þessi stjórn er algjör hörmung. Þeir hafa eyðilagt allt og við þurfum öll að ganga í gegnum það núna. Það má ekki láta þetta gerast. Því þegar á botninn er hvolft er Messi það eina jákvæða sem við höfum. Þeir verða að gera eitthvað. Þeir ættu að segja af sér og reyna að tala við Messi. Þetta má ekki gerast. Hann má ekki fara og allra síst á þennan hátt. Hann er stofnun og tákn Barcelona,“ sagði annar stuðningsmaður Katalóníufélagsins. Barcelona vann engan titil á tímabilinu 2019-20 og því lauk með tapinu háðulega fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu, 8-2. Svo gæti farið að það yrði síðasti leikur Messis með Barcelona. Klippa: Mótmælt í Barcelona Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00 Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30 Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00 Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
Stuðningsmenn Barcelona söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær til að mótmæla. Fótboltaheimurinn fór á hliðina þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu Barcelona, óskaði eftir því að fara frá félaginu sem hann hefur verið hjá í nítján ár. Stuðningsmenn Barcelona brugðust strax við og mótmæltu ástandinu hjá félaginu. Þeir krefjast þess að forseti Barcelona, Josep Bartomeu, stígi frá borði því það sé það eina sem gæti fengið Messi til að skipta um skoðun. „Það skrítna er að Messi sé ekki þegar farinn. Það sem þessi stjórn hefur gert við félagið síðan 2010 er til skammar. Allt það verðmætasta fyrir félagið er farið: [Pep] Guardiola, [Johan] Cruyff og nú Messi. Þetta endar með tapinu skammarlega fyrir Bayern München og að Messi fer,“ sagði stuðningsmaður Barcelona sem tók þátt í mótmælunum í gær. „Þessi stjórn er algjör hörmung. Þeir hafa eyðilagt allt og við þurfum öll að ganga í gegnum það núna. Það má ekki láta þetta gerast. Því þegar á botninn er hvolft er Messi það eina jákvæða sem við höfum. Þeir verða að gera eitthvað. Þeir ættu að segja af sér og reyna að tala við Messi. Þetta má ekki gerast. Hann má ekki fara og allra síst á þennan hátt. Hann er stofnun og tákn Barcelona,“ sagði annar stuðningsmaður Katalóníufélagsins. Barcelona vann engan titil á tímabilinu 2019-20 og því lauk með tapinu háðulega fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu, 8-2. Svo gæti farið að það yrði síðasti leikur Messis með Barcelona. Klippa: Mótmælt í Barcelona
Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00 Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30 Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00 Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00
Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30
Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00
Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23