Stuðningsmenn Barcelona mótmæltu: „Messi má ekki fara og allra síst á þennan hátt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 11:30 Stuðningsmenn Barcelona eru með böggum hildar þessa dagana. getty/Robert Bonet Stuðningsmenn Barcelona söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær til að mótmæla. Fótboltaheimurinn fór á hliðina þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu Barcelona, óskaði eftir því að fara frá félaginu sem hann hefur verið hjá í nítján ár. Stuðningsmenn Barcelona brugðust strax við og mótmæltu ástandinu hjá félaginu. Þeir krefjast þess að forseti Barcelona, Josep Bartomeu, stígi frá borði því það sé það eina sem gæti fengið Messi til að skipta um skoðun. „Það skrítna er að Messi sé ekki þegar farinn. Það sem þessi stjórn hefur gert við félagið síðan 2010 er til skammar. Allt það verðmætasta fyrir félagið er farið: [Pep] Guardiola, [Johan] Cruyff og nú Messi. Þetta endar með tapinu skammarlega fyrir Bayern München og að Messi fer,“ sagði stuðningsmaður Barcelona sem tók þátt í mótmælunum í gær. „Þessi stjórn er algjör hörmung. Þeir hafa eyðilagt allt og við þurfum öll að ganga í gegnum það núna. Það má ekki láta þetta gerast. Því þegar á botninn er hvolft er Messi það eina jákvæða sem við höfum. Þeir verða að gera eitthvað. Þeir ættu að segja af sér og reyna að tala við Messi. Þetta má ekki gerast. Hann má ekki fara og allra síst á þennan hátt. Hann er stofnun og tákn Barcelona,“ sagði annar stuðningsmaður Katalóníufélagsins. Barcelona vann engan titil á tímabilinu 2019-20 og því lauk með tapinu háðulega fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu, 8-2. Svo gæti farið að það yrði síðasti leikur Messis með Barcelona. Klippa: Mótmælt í Barcelona Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00 Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30 Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00 Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira
Stuðningsmenn Barcelona söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær til að mótmæla. Fótboltaheimurinn fór á hliðina þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu Barcelona, óskaði eftir því að fara frá félaginu sem hann hefur verið hjá í nítján ár. Stuðningsmenn Barcelona brugðust strax við og mótmæltu ástandinu hjá félaginu. Þeir krefjast þess að forseti Barcelona, Josep Bartomeu, stígi frá borði því það sé það eina sem gæti fengið Messi til að skipta um skoðun. „Það skrítna er að Messi sé ekki þegar farinn. Það sem þessi stjórn hefur gert við félagið síðan 2010 er til skammar. Allt það verðmætasta fyrir félagið er farið: [Pep] Guardiola, [Johan] Cruyff og nú Messi. Þetta endar með tapinu skammarlega fyrir Bayern München og að Messi fer,“ sagði stuðningsmaður Barcelona sem tók þátt í mótmælunum í gær. „Þessi stjórn er algjör hörmung. Þeir hafa eyðilagt allt og við þurfum öll að ganga í gegnum það núna. Það má ekki láta þetta gerast. Því þegar á botninn er hvolft er Messi það eina jákvæða sem við höfum. Þeir verða að gera eitthvað. Þeir ættu að segja af sér og reyna að tala við Messi. Þetta má ekki gerast. Hann má ekki fara og allra síst á þennan hátt. Hann er stofnun og tákn Barcelona,“ sagði annar stuðningsmaður Katalóníufélagsins. Barcelona vann engan titil á tímabilinu 2019-20 og því lauk með tapinu háðulega fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu, 8-2. Svo gæti farið að það yrði síðasti leikur Messis með Barcelona. Klippa: Mótmælt í Barcelona
Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00 Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30 Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00 Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira
Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00
Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30
Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00
Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23