Kim glímir við fellibyl ofan í faraldur Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:57 Kim Jong-un á flokksþinginu í gær, öskubakki honum á vinstri hönd. ap/KCNA VIA KNS Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59