Kim glímir við fellibyl ofan í faraldur Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:57 Kim Jong-un á flokksþinginu í gær, öskubakki honum á vinstri hönd. ap/KCNA VIA KNS Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna