Kim glímir við fellibyl ofan í faraldur Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:57 Kim Jong-un á flokksþinginu í gær, öskubakki honum á vinstri hönd. ap/KCNA VIA KNS Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59