Hetjudáðir Jamal Murray héldu lífi í Denver og Paul George vaknaði til lífsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:30 Jamal Murray var frábær á móti Utah Jazz í nótt og hélt lífi í tímabilinu hjá Denver Nuggets. AP/Mike Ehrmann Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020 NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020
NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira