Fótbolti

Allt í Messi í Barcelona og neyðar­fundur í gangi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í niðurlægingu gegn Bayern.
Messi í niðurlægingu gegn Bayern. vísir/getty

Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar.

Rac fréttastofan greinir frá þessu en nú í þessum skrifuðu orðum er neyðarfundur í gangi í Katalóníu samkvæmt fleiri fjölmiðlum ytra.

Fréttir bárust af því eftir 8-2 niðurlægingu Barcelona gegn Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar að Messi vildi komast burt.

Þessar sögusagnir hafa poppað upp á hverju sumri en nú eru sögusagnir orðnar að raunveruleika.

Fleiri fjölmiðlar, stórir miðlar eins og Sky Sports, hafa einnig greint frá málinu og það virðist vera mikið kurr í Katalóníu þessa daga og vikurnar.

Messi hefur spilað með Barcelona í nærri tvo áratugi. Hann gekk í raðir félagsins sem fjórtán ára táningur árið 2001 og hefur leikið með félaginu síðan.

Argentínumaðurinn hefur skorað yfir 400 mörk fyrir félagið en nú lítur það út fyrir það að hann hafi skorað sitt síðasta mark fyrir Börsunga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×