Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2020 07:59 Kristján með flottan birting sem hann veiddi í gær. Þetta vor hefur verið og stefnir í að vera áfram frekar kalt næstu daga en það eru ekki allir ósáttir við það og sérstaklega ekki þeir sem elska að veiða sjóbirting. Þegar árnar hlýna gengur sjóbirtingurinn aftur til sjávar og vorveiðin klárast þar með en málið er að núna er bara tímabilið langt frá því að vera búið. Það er ennþá mikið af sjóbirting í ánum og það sem við erum að frétta af sjóbirtingssvæðum, gefur ekki annað til kynna en að það sé í það minnsta góðar tvær vikur eftir af tímabilinu. Kristján Páll Rafnson einn af forsvarsmönnum Fish Partners fór í stutta ferð austur í gær í Tungufljót og það er óhætt að segja að það hafi verið ánægjulegt stop. "Ég þurfti að skreppa í smá vinnuferð í Tungufljótið í dag og skrapp svo í veiði á eftir. Það var eiginlega bara mok. Ég landaði 7 á rétt tæpum hálfum degi, og missti nokkra og fékk margar tökur. Stæðsti var 74cm. Það er enþá fullt af sjóbirting á svæðinu os svo massa staðbundin bleikja sem gaman er að eiga við" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi. Það eru fáir fiskar jafn harðir við að eiga á stöng og sjóbirtingur svo þeir sem eiga slíka viðureign eftir á þessu vori hafa ennþá tækifæri til að skella sér í góða veiði. Tungufljót er hjá Fishpartner og lausa daga má finna á www.fishpartner.is Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Þetta vor hefur verið og stefnir í að vera áfram frekar kalt næstu daga en það eru ekki allir ósáttir við það og sérstaklega ekki þeir sem elska að veiða sjóbirting. Þegar árnar hlýna gengur sjóbirtingurinn aftur til sjávar og vorveiðin klárast þar með en málið er að núna er bara tímabilið langt frá því að vera búið. Það er ennþá mikið af sjóbirting í ánum og það sem við erum að frétta af sjóbirtingssvæðum, gefur ekki annað til kynna en að það sé í það minnsta góðar tvær vikur eftir af tímabilinu. Kristján Páll Rafnson einn af forsvarsmönnum Fish Partners fór í stutta ferð austur í gær í Tungufljót og það er óhætt að segja að það hafi verið ánægjulegt stop. "Ég þurfti að skreppa í smá vinnuferð í Tungufljótið í dag og skrapp svo í veiði á eftir. Það var eiginlega bara mok. Ég landaði 7 á rétt tæpum hálfum degi, og missti nokkra og fékk margar tökur. Stæðsti var 74cm. Það er enþá fullt af sjóbirting á svæðinu os svo massa staðbundin bleikja sem gaman er að eiga við" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi. Það eru fáir fiskar jafn harðir við að eiga á stöng og sjóbirtingur svo þeir sem eiga slíka viðureign eftir á þessu vori hafa ennþá tækifæri til að skella sér í góða veiði. Tungufljót er hjá Fishpartner og lausa daga má finna á www.fishpartner.is
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði