„Hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 10:30 Sophia Popov trúir því varla að hún sé búin að vinna opna breska. Getty/Matthew Lewis Sophia Popov spilaði best allra á AIG Women's Open á Royal Troon í Skotlandi og vann sinn fyrsta sigur á risamóti. Þetta var ekki aðeins hennar fyrsti sigur á risamóti heldur hennar fyrsti sigur á LPA mótaröðinni. Sophia Popov lék holurnar 72 á 277 höggum eða á sjö höggum undir pari. Hún endaði tveimur höggum á undan Thidapa Suwannapura frá Tælandi. Að segja að Sophia Popov hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti á kannski mjög vel við að þessu sinni. From no status on the LPGA TOUR and career earnings of $100,000 to:- Major champion- Full status- $675,000 check- Five-year exemptionA life-changing day for Sophia Popov.pic.twitter.com/zIlibod30S— GOLFTV (@GOLFTV) August 23, 2020 Hin 27 ára gamla Sophia Popov kom inn í mótið í 304. sæti á heimslistanum í golfi og fékk sætið með því að enda með níu efstu á Marathon Classic mótinu. Popov átti ekki að vera með en það voru svo margar sem afboðuðu sig vegna COVID-19 þannig að Popov fékk tækifærið sem hún nýtt. Þegsr keppni hófst á LPGA mótaröðinni eftir kórónuveiruhléið þá var Sophia Popov vissulega á staðnum en aðeins sem kylfusveinn fyrir vinkonu sína Anne van Dam. Hún er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni því hún var einu höggi frá því að tryggja sér hann í úrtökumótinu í fyrra. Wow.World number 304, Sophia Popov has taken a shock victory at Royal Troon What a brilliant, brilliant performance. The win never really looked in doubt. https://t.co/SiK9OJVcMv pic.twitter.com/sNRdV0rP2e— BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2020 „Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan. Það er ótrúlegt að golfíþróttin bjóði upp á það að svona geti gerst,“ sagði Sophia Popov eftir sigur sinn um helgina. „Ég held að munurinn á milli kylfinga á milli vikna sé aldrei svona stór en það munaði kannski 15 til 20 höggum í þessari viku. Það er gaman að allir kylfingar eigi í hverri viku möguleika á því að vinna,“ sagði Sophia Popov. „Þetta ver besta vika lífs míns,“ sagði Sophia Popov. Hún hefur verið að glíma við veikindi sem eiga sinn þátt í að hún sé ekki ofar á heimslistanum. Það gerir líka sigur hennar enn merkilegri. Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sophia Popov spilaði best allra á AIG Women's Open á Royal Troon í Skotlandi og vann sinn fyrsta sigur á risamóti. Þetta var ekki aðeins hennar fyrsti sigur á risamóti heldur hennar fyrsti sigur á LPA mótaröðinni. Sophia Popov lék holurnar 72 á 277 höggum eða á sjö höggum undir pari. Hún endaði tveimur höggum á undan Thidapa Suwannapura frá Tælandi. Að segja að Sophia Popov hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti á kannski mjög vel við að þessu sinni. From no status on the LPGA TOUR and career earnings of $100,000 to:- Major champion- Full status- $675,000 check- Five-year exemptionA life-changing day for Sophia Popov.pic.twitter.com/zIlibod30S— GOLFTV (@GOLFTV) August 23, 2020 Hin 27 ára gamla Sophia Popov kom inn í mótið í 304. sæti á heimslistanum í golfi og fékk sætið með því að enda með níu efstu á Marathon Classic mótinu. Popov átti ekki að vera með en það voru svo margar sem afboðuðu sig vegna COVID-19 þannig að Popov fékk tækifærið sem hún nýtt. Þegsr keppni hófst á LPGA mótaröðinni eftir kórónuveiruhléið þá var Sophia Popov vissulega á staðnum en aðeins sem kylfusveinn fyrir vinkonu sína Anne van Dam. Hún er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni því hún var einu höggi frá því að tryggja sér hann í úrtökumótinu í fyrra. Wow.World number 304, Sophia Popov has taken a shock victory at Royal Troon What a brilliant, brilliant performance. The win never really looked in doubt. https://t.co/SiK9OJVcMv pic.twitter.com/sNRdV0rP2e— BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2020 „Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan. Það er ótrúlegt að golfíþróttin bjóði upp á það að svona geti gerst,“ sagði Sophia Popov eftir sigur sinn um helgina. „Ég held að munurinn á milli kylfinga á milli vikna sé aldrei svona stór en það munaði kannski 15 til 20 höggum í þessari viku. Það er gaman að allir kylfingar eigi í hverri viku möguleika á því að vinna,“ sagði Sophia Popov. „Þetta ver besta vika lífs míns,“ sagði Sophia Popov. Hún hefur verið að glíma við veikindi sem eiga sinn þátt í að hún sé ekki ofar á heimslistanum. Það gerir líka sigur hennar enn merkilegri.
Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti