Sér eftir því að hafa trúað flökkusögum um Covid-19 eftir að hafa misst eiginkonuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 22:04 Margir ganga með grímur í Bandaríkjunum. Getty/Sebastian Condrea Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira