Paul George sá fyrsti í 60 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 17:00 George spyr eflaust Luka hvernig hann fari að því að setja öll þessi skot niður þrátt fyrir meiðsli er þeir mætast næst. Ashley Landis/Getty Images Önnur af stórstjörnum Los Angeles Clippers hefur alls ekki fundið taktinn gegn Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 en spekingar spáðu því að Clippers kæmust nokkuð auðveldlega áfram. Í liði Dallas er hins vegar leikmaður að nafni Luka Dončić. Þessi 21 árs gamli Slóveni átti mögulega sinn besta leik á ferlinum í nótt er hann – nánast einn síns liðs – jafnaði metin í einvíginu. Dončić var á annarri löppinni allan leikinn eftir að meiðast illa í þriðja leik liðanna. Hann spilaði í gegnum sársaukann og tryggði Dallas á endanum sigur með frábærri flautukörfu undir lok framlengingar. Er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora sigurkörfu er flautan gellur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Skoraði hann 43 stig, tók 17 fráköst og gaf 16 stoðsendingar er Dallas vann sigur, 135-133. BAAAAAANG! LUKA IS CLUTCH pic.twitter.com/WEmGZaPKLU— Dallas Mavericks (@dallasmavs) August 23, 2020 Kawhi Leonard, ofurstjarna Clippers, er eflaust ósáttur með að hafa ekki spilað betri vörn á ungstirnið í leiknum sem var eins og áður sagði tæpur vegna meiðsla. Mesta áhyggjuefni Clippers er þó frammistaða Paul George sem á að kallast hin stjarna liðsins. Sá hefur engan veginn fundið taktinn í úrslitakeppninni. Í nótt varð hann fyrsti leikmaður úrslitakeppninnar í 60 ár sem hittir úr minna en 25% skota sinna þrjá leiki í röð. Síðast gerði Bob Cousy það árið 1960. FROM ELIAS: Paul George is the first player to shoot under 25% in 3 straight playoff games since Bob Cousy in 1960 (min. 10 FGA each game). pic.twitter.com/unYBKetLOZ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 24, 2020 „Ef ég væri að skjóta boltanum betur væri staðan í einvíginu allt önnur,“ sagði George í viðtali eftir leik. Alls hitti George úr þremur af 14 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna í leiknum. Þá hitti hann aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum. Var hann með níu stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr aðeins tíu af 47 skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Af 25 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna hafa svo aðeins fjögur farið ofan í körfuna. Það er ljóst að ef Clippers – sem talið var að gætu farið alla leið – þarf á því að halda að George vakni til lífsins sem fyrst. Annars mun undrabarnið frá Slóveníu einfaldlega senda hann sem og allt Clippers-liðið í sumarfrí. Luka is already bored with playing Paul George and Kawhi Leonard in the playoffs he needed a new challenge in the middle of OT pic.twitter.com/vXyuHbWSSc— Barstool Sports (@barstoolsports) August 24, 2020 Körfubolti NBA Tengdar fréttir Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Önnur af stórstjörnum Los Angeles Clippers hefur alls ekki fundið taktinn gegn Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 en spekingar spáðu því að Clippers kæmust nokkuð auðveldlega áfram. Í liði Dallas er hins vegar leikmaður að nafni Luka Dončić. Þessi 21 árs gamli Slóveni átti mögulega sinn besta leik á ferlinum í nótt er hann – nánast einn síns liðs – jafnaði metin í einvíginu. Dončić var á annarri löppinni allan leikinn eftir að meiðast illa í þriðja leik liðanna. Hann spilaði í gegnum sársaukann og tryggði Dallas á endanum sigur með frábærri flautukörfu undir lok framlengingar. Er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora sigurkörfu er flautan gellur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Skoraði hann 43 stig, tók 17 fráköst og gaf 16 stoðsendingar er Dallas vann sigur, 135-133. BAAAAAANG! LUKA IS CLUTCH pic.twitter.com/WEmGZaPKLU— Dallas Mavericks (@dallasmavs) August 23, 2020 Kawhi Leonard, ofurstjarna Clippers, er eflaust ósáttur með að hafa ekki spilað betri vörn á ungstirnið í leiknum sem var eins og áður sagði tæpur vegna meiðsla. Mesta áhyggjuefni Clippers er þó frammistaða Paul George sem á að kallast hin stjarna liðsins. Sá hefur engan veginn fundið taktinn í úrslitakeppninni. Í nótt varð hann fyrsti leikmaður úrslitakeppninnar í 60 ár sem hittir úr minna en 25% skota sinna þrjá leiki í röð. Síðast gerði Bob Cousy það árið 1960. FROM ELIAS: Paul George is the first player to shoot under 25% in 3 straight playoff games since Bob Cousy in 1960 (min. 10 FGA each game). pic.twitter.com/unYBKetLOZ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 24, 2020 „Ef ég væri að skjóta boltanum betur væri staðan í einvíginu allt önnur,“ sagði George í viðtali eftir leik. Alls hitti George úr þremur af 14 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna í leiknum. Þá hitti hann aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum. Var hann með níu stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr aðeins tíu af 47 skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Af 25 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna hafa svo aðeins fjögur farið ofan í körfuna. Það er ljóst að ef Clippers – sem talið var að gætu farið alla leið – þarf á því að halda að George vakni til lífsins sem fyrst. Annars mun undrabarnið frá Slóveníu einfaldlega senda hann sem og allt Clippers-liðið í sumarfrí. Luka is already bored with playing Paul George and Kawhi Leonard in the playoffs he needed a new challenge in the middle of OT pic.twitter.com/vXyuHbWSSc— Barstool Sports (@barstoolsports) August 24, 2020
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30